Sumir fara í gegnum heilan feril án þess að fá svona tækifæri Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. desember 2014 06:00 Logi Gunnarsson og Jón Arnór Stefánsson hafa lengi spilað með íslenska landsliðinu en fá nú tækifæri til að spila við þá allra bestu í Evrópu og heiminum á stærsta sviði Evrópukörfuboltans í Berlín á næsta ári. vísir/Anton „Þetta er alveg ótrúlega erfiður riðill,“ sagði Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, við Fréttablaðið fáeinum mínútum eftir að Ísland var dregið í B-riðilinn á EM 2015 í körfubolta í gær. Hann verður spilaður í Berlín, en mótið fer fram 5.-20. september á næsta ári. Drátturinn fór fram í Disneylandi og var Ísland dregið í riðil sem verður hálfgert ævintýri. Í riðlinum auk Íslands eru Spánverjar, Ítalir, Serbar, Tyrkir og gestgjafar riðilsins, Þjóðverjar. „Við erum að tala þarna um líklega fimm af átta bestu liðum mótsins, allavega fimm af tíu bestu. Þó Þýskaland hafi verið í fimmta styrkleikaflokki þá verður Dirk Nowitzki með þeim sem þýðir að Þjóðverjar verða allt í einu ein af sigurstranglegustu þjóðunum. Þeir eru líka með annan góðan NBA-leikmann og með tvo svona sterka spilara innanborðs eru þeir til alls líklega. En auðvitað eru Frakkar og Spánverjar líka skrefi á undan flestum,“ segir Craig.Frábært tækifæri Nowitzki er ekki eina stjarnan sem Ísland mætir í þessum ævintýrariðli í Berlín á næsta ári. Í spænska liðinu má finna NBA-hetjur á borð við Pau Gasol, tvöfaldan meistara með Lakers, og bróður hans, Marc Gasol hjá Memphis Grizzlies. Ítalir hafa Marco Belinelli hjá meisturum San Antonio Spurs og Tyrkir bjóða upp á hinn 213 cm háa Ömer Asik sem leikur með New Orleans Pelicans. „Þetta er rosalegur riðill svo ég endurtaki það. En þetta er líka fyrsta mótið hjá Íslandi og því verður spennandi að mæta svona gæðaliðum,“ segir Craig, en hvernig mun íslenska liðið nálgast svona svakalega erfitt verkefni? „Við verðum að fara inn í þetta eins og leikina gegn Bretlandi og Bosníu sem komu okkur á EM. Við verðum að spila hver fyrir annan og reyna að búa til góð skot. Ef við getum það þá erum við með góðar skyttur sem geta skorað stig.“ Fyrst og fremst segir landsliðsþjálfarinn þetta vera ævintýri fyrir íslensku leikmennina. „Í íslenska liðinu eru strákar sem hafa lagt mikið á sig til að fá að spila á svona háu stigi. Það er frábært fyrir þá að fá svona tækifæri. Það eru menn sem fara í gegnum heilan feril án þess að komast svo mikið sem einu sinni á stórmót,“ segir Craig Pedersen.Gerir boltann hér heima betri Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, var viðstaddur dráttinn líkt og landsliðsþjálfarinn í ævintýralandi Disney-samsteypunnar í París í gær. „Þetta er frábært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta,“ sagði Hannes við Fréttablaðið í gær. Þó Íslendingar óttist eðlilega mótherjana þá verður það sama líklega ekki sagt um stórþjóðirnar þegar kemur að íslenska liðinu. „Þetta er alveg klárlega dauðariðillinn og verður auðvitað mjög erfitt. Sjálfar súpa hinar þjóðirnar hveljur yfir því að vera allar saman í þessum riðli. Þeim leist samt ágætlega á að vera með Íslandi í riðli,“ sagði Hannes léttur. Formaðurinn fékk mikið af hamingjuóskum frá kollegum sínum í París í gær með það eitt að íslenska liðið sé komið þetta langt, en þetta er vitaskuld í fyrsta skipti sem Ísland verður með í lokakeppni stórmóts í körfubolta. „Í heildina er þetta bara stór liður í því að gera körfuboltann heima betri. Á borðinu sem ég sat á voru allir helstu stjórnarmenn FIBA Europe og þeir óskuðu mér allir til hamingju með þessa sögulegu stund. Þetta verður mjög gaman, en auðvitað ætlum við að mæta þarna og gera okkar besta.“ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Strákarnir mæta Dirk Nowitzki í fyrsta leik Fá einn hvíldarlag í dauðariðilinum á EM á næsta ári. 8. desember 2014 17:18 Ísland mætir ógnarsterkum liðum í Berlín Ísland í riðil með risaþjóðum á EM í körfubolta sem fer fram næsta haust. 8. desember 2014 15:09 Hannes: Hinum þjóðunum leist ágætlega á að vera með Íslandi í riðli Frábært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta, segir formaður KKÍ. 8. desember 2014 17:01 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Fleiri fréttir Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Sjá meira
„Þetta er alveg ótrúlega erfiður riðill,“ sagði Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, við Fréttablaðið fáeinum mínútum eftir að Ísland var dregið í B-riðilinn á EM 2015 í körfubolta í gær. Hann verður spilaður í Berlín, en mótið fer fram 5.-20. september á næsta ári. Drátturinn fór fram í Disneylandi og var Ísland dregið í riðil sem verður hálfgert ævintýri. Í riðlinum auk Íslands eru Spánverjar, Ítalir, Serbar, Tyrkir og gestgjafar riðilsins, Þjóðverjar. „Við erum að tala þarna um líklega fimm af átta bestu liðum mótsins, allavega fimm af tíu bestu. Þó Þýskaland hafi verið í fimmta styrkleikaflokki þá verður Dirk Nowitzki með þeim sem þýðir að Þjóðverjar verða allt í einu ein af sigurstranglegustu þjóðunum. Þeir eru líka með annan góðan NBA-leikmann og með tvo svona sterka spilara innanborðs eru þeir til alls líklega. En auðvitað eru Frakkar og Spánverjar líka skrefi á undan flestum,“ segir Craig.Frábært tækifæri Nowitzki er ekki eina stjarnan sem Ísland mætir í þessum ævintýrariðli í Berlín á næsta ári. Í spænska liðinu má finna NBA-hetjur á borð við Pau Gasol, tvöfaldan meistara með Lakers, og bróður hans, Marc Gasol hjá Memphis Grizzlies. Ítalir hafa Marco Belinelli hjá meisturum San Antonio Spurs og Tyrkir bjóða upp á hinn 213 cm háa Ömer Asik sem leikur með New Orleans Pelicans. „Þetta er rosalegur riðill svo ég endurtaki það. En þetta er líka fyrsta mótið hjá Íslandi og því verður spennandi að mæta svona gæðaliðum,“ segir Craig, en hvernig mun íslenska liðið nálgast svona svakalega erfitt verkefni? „Við verðum að fara inn í þetta eins og leikina gegn Bretlandi og Bosníu sem komu okkur á EM. Við verðum að spila hver fyrir annan og reyna að búa til góð skot. Ef við getum það þá erum við með góðar skyttur sem geta skorað stig.“ Fyrst og fremst segir landsliðsþjálfarinn þetta vera ævintýri fyrir íslensku leikmennina. „Í íslenska liðinu eru strákar sem hafa lagt mikið á sig til að fá að spila á svona háu stigi. Það er frábært fyrir þá að fá svona tækifæri. Það eru menn sem fara í gegnum heilan feril án þess að komast svo mikið sem einu sinni á stórmót,“ segir Craig Pedersen.Gerir boltann hér heima betri Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, var viðstaddur dráttinn líkt og landsliðsþjálfarinn í ævintýralandi Disney-samsteypunnar í París í gær. „Þetta er frábært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta,“ sagði Hannes við Fréttablaðið í gær. Þó Íslendingar óttist eðlilega mótherjana þá verður það sama líklega ekki sagt um stórþjóðirnar þegar kemur að íslenska liðinu. „Þetta er alveg klárlega dauðariðillinn og verður auðvitað mjög erfitt. Sjálfar súpa hinar þjóðirnar hveljur yfir því að vera allar saman í þessum riðli. Þeim leist samt ágætlega á að vera með Íslandi í riðli,“ sagði Hannes léttur. Formaðurinn fékk mikið af hamingjuóskum frá kollegum sínum í París í gær með það eitt að íslenska liðið sé komið þetta langt, en þetta er vitaskuld í fyrsta skipti sem Ísland verður með í lokakeppni stórmóts í körfubolta. „Í heildina er þetta bara stór liður í því að gera körfuboltann heima betri. Á borðinu sem ég sat á voru allir helstu stjórnarmenn FIBA Europe og þeir óskuðu mér allir til hamingju með þessa sögulegu stund. Þetta verður mjög gaman, en auðvitað ætlum við að mæta þarna og gera okkar besta.“
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Strákarnir mæta Dirk Nowitzki í fyrsta leik Fá einn hvíldarlag í dauðariðilinum á EM á næsta ári. 8. desember 2014 17:18 Ísland mætir ógnarsterkum liðum í Berlín Ísland í riðil með risaþjóðum á EM í körfubolta sem fer fram næsta haust. 8. desember 2014 15:09 Hannes: Hinum þjóðunum leist ágætlega á að vera með Íslandi í riðli Frábært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta, segir formaður KKÍ. 8. desember 2014 17:01 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Fleiri fréttir Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Sjá meira
Strákarnir mæta Dirk Nowitzki í fyrsta leik Fá einn hvíldarlag í dauðariðilinum á EM á næsta ári. 8. desember 2014 17:18
Ísland mætir ógnarsterkum liðum í Berlín Ísland í riðil með risaþjóðum á EM í körfubolta sem fer fram næsta haust. 8. desember 2014 15:09
Hannes: Hinum þjóðunum leist ágætlega á að vera með Íslandi í riðli Frábært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta, segir formaður KKÍ. 8. desember 2014 17:01