Allt samfélagið brást Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. janúar 2014 07:00 Jón Þorsteinn Sigurðsson „Samfélagið brást þessari konu,“ segir Jón Þorsteinn Sigurðsson, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Vesturlandi og Vestfjörðum, þar á meðal þroskahömluðu konunnar frá Stykkishólmi sem var misnotuð af tengdasyni sínum. Stjúpfaðir konunnar og fleiri menn hafa einnig verið grunaðir um að hafa beitt hana kynferðislegri misnotkun. Fyrr í mánuðinum felldi saksóknari mál konunnar gegn stjúpföðurnum niður þar sem gögn málsins þóttu ekki nægjanleg til sakfellingar. Jón Þorsteinn vill að málið verið tekið upp aftur fyrir dómstólum. „Samfélagið gaf konunni ekki réttmætan stuðning í gegnum tíðina til þess að koma í veg fyrir ofbeldi. Mér finnst það einkenna þetta mál,“ segir hann. Að mati Jóns Þorsteins eru ýmsir þættir málsins gagnrýniverðir. „Til dæmis að konan þurfti að keyra oft inn á Akranes. Þetta eru langar bílferðir. Það gefur augaleið að það er erfitt að fara í svona langar ferðir til þess að ræða við lögreglumenn um þín persónulegu málefni. Þetta getur byggt upp kvíða og spennu hjá fólki, sérstaklega hjá fólki með fötlun,“ segir hann. Að sögn Jóns Þorsteins hefur málið tekið mjög á konuna. „Að ganga í gegnum svona tekur á alla. Hvað þá ef einhver er fatlaður og þarf stuðning til þess að skilja hvað er í gangi.“ Jón Þorsteinn telur fólk með þroskahömlun vera berskjaldað gagnvart kynferðisafbrotamönnum. „Þegar fötlun einstaklings felst í því að geta ekki áttað sig á tíma eða staðsetningu, þá verður frásögnin brothætt. Við þurfum að tryggja öryggi fatlaðs fólks og gæta þess að það sé ekki berskjaldaðra en aðrir gagnvart kynferðisafbrotamönnum. Réttarkerfið þarf að laga málsmeðferðina að þörfum fatlaðra og fólks með þroskahömlun og vísa ég í 13. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ útskýrir Jón Þorsteinn. Undir þessi orð tekur Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Málsmeðferðin hafi ef til vill ekki verið sniðin að þörfum konunnar og jafnvel ekki samræmst samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. „Okkur finnst þessi sjónarmið hans eiga upp á pallborðið. Ég vil ekki alhæfa neitt, eða tjá mig um einstök efnisatriði málsins. Við höfum áhyggjur af réttarstöðu þroskaskerts fólks í svona málum,“ segir Sveinn. Dóttir konunnar, Sigríður Sóldal, kom fram í fréttaskýringaþættinum Kastljósi á fimmtudagskvöld og gagnrýndi ákvörðun saksóknara um að fella málið niður. Sigríður vill ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið. „Ég held að hugur bæjarbúa sé með þeim mæðgum og þeirra skyldfólki,“ segir Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi. Málið hafi sannarlega snert bæjarbúa. Það sýni fram á mikilvægi réttindagæslumanna. „Það er augljóslega mikilvægt að einstaklingar með þroskaskerðingu fái stuðning faglegra og óháðra aðila,“ segir Gyða. Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Samfélagið brást þessari konu,“ segir Jón Þorsteinn Sigurðsson, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Vesturlandi og Vestfjörðum, þar á meðal þroskahömluðu konunnar frá Stykkishólmi sem var misnotuð af tengdasyni sínum. Stjúpfaðir konunnar og fleiri menn hafa einnig verið grunaðir um að hafa beitt hana kynferðislegri misnotkun. Fyrr í mánuðinum felldi saksóknari mál konunnar gegn stjúpföðurnum niður þar sem gögn málsins þóttu ekki nægjanleg til sakfellingar. Jón Þorsteinn vill að málið verið tekið upp aftur fyrir dómstólum. „Samfélagið gaf konunni ekki réttmætan stuðning í gegnum tíðina til þess að koma í veg fyrir ofbeldi. Mér finnst það einkenna þetta mál,“ segir hann. Að mati Jóns Þorsteins eru ýmsir þættir málsins gagnrýniverðir. „Til dæmis að konan þurfti að keyra oft inn á Akranes. Þetta eru langar bílferðir. Það gefur augaleið að það er erfitt að fara í svona langar ferðir til þess að ræða við lögreglumenn um þín persónulegu málefni. Þetta getur byggt upp kvíða og spennu hjá fólki, sérstaklega hjá fólki með fötlun,“ segir hann. Að sögn Jóns Þorsteins hefur málið tekið mjög á konuna. „Að ganga í gegnum svona tekur á alla. Hvað þá ef einhver er fatlaður og þarf stuðning til þess að skilja hvað er í gangi.“ Jón Þorsteinn telur fólk með þroskahömlun vera berskjaldað gagnvart kynferðisafbrotamönnum. „Þegar fötlun einstaklings felst í því að geta ekki áttað sig á tíma eða staðsetningu, þá verður frásögnin brothætt. Við þurfum að tryggja öryggi fatlaðs fólks og gæta þess að það sé ekki berskjaldaðra en aðrir gagnvart kynferðisafbrotamönnum. Réttarkerfið þarf að laga málsmeðferðina að þörfum fatlaðra og fólks með þroskahömlun og vísa ég í 13. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ útskýrir Jón Þorsteinn. Undir þessi orð tekur Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Málsmeðferðin hafi ef til vill ekki verið sniðin að þörfum konunnar og jafnvel ekki samræmst samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. „Okkur finnst þessi sjónarmið hans eiga upp á pallborðið. Ég vil ekki alhæfa neitt, eða tjá mig um einstök efnisatriði málsins. Við höfum áhyggjur af réttarstöðu þroskaskerts fólks í svona málum,“ segir Sveinn. Dóttir konunnar, Sigríður Sóldal, kom fram í fréttaskýringaþættinum Kastljósi á fimmtudagskvöld og gagnrýndi ákvörðun saksóknara um að fella málið niður. Sigríður vill ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið. „Ég held að hugur bæjarbúa sé með þeim mæðgum og þeirra skyldfólki,“ segir Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi. Málið hafi sannarlega snert bæjarbúa. Það sýni fram á mikilvægi réttindagæslumanna. „Það er augljóslega mikilvægt að einstaklingar með þroskaskerðingu fái stuðning faglegra og óháðra aðila,“ segir Gyða.
Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira