"Þegar við erum að tala um fjölbreytileika, er þá nóg að líta bara til karla og kvenna?" Jóhannes Stefánsson skrifar 18. janúar 2014 16:47 Ragnheiður Elín efast um að lagasetning sér farsælasta leiðin til að ná fram göfugum markmiðum. Stefán/Vilhelm „Mig langar einfaldlega að fara vel yfir þessi lög þó að ég hyggist ekki gera neinar breytingar á þessu þingi. Það er fínt að fá þessa tölfræði til þess að sjá hvort þetta virki," segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra um niðurstöður nýrrar úttektar Creditinfo. Úttektin leiðir í ljós að um helmingur íslenskra fyrirtækja uppfyllir reglur um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja.Eins og kom fram í frétt Vísis þann 13. janúar hyggst iðnaðarráðherra endurskoða þær breytingar sem voru gerðar á lögum um hluta- og einkahlutafélög árið 2010. Ragnheiður Elín segir að alltaf þurfi að stíga varlega til jarðar þegar verið sé að beita þvingunum á einkaaðila. „Það má ekki gleyma því að þarna er verið að tala um einkafyrirtæki þar sem að eigendur fyrirtækjanna eiga að hafa mest um það að segja hverjir sjái um að stjórna þeim," segir Ragnheiður.Fjölbreytileiki nær ekki bara til ólíkra kynja Í grein Sigríðar Andersen flokkssystur iðnaðarráðherra í Morgunblaðinu í dag er sjónarmiðum um hversu langt jafnréttislöggjöf í stjórnum fyrirtækja skuli ná velt upp. Í greininni er því meðal annars velt upp hvort slík löggjöf ætti ekki einnig að tryggja starfsmönnum fyrirtækja sæti í stjórnum eða fólki með ólíka menntun. Innt eftir viðbrögðum sínum við þeirri grein segir Ragnheiður Elín: „Þegar við erum að tala um fjölbreytileika, er þá nóg að líta bara til karla og kvenna? Hvers vegna að stoppa bara þar?" segir Ragnheiður. „Hvað með til dæmis sjónarmiðið um að fólk úr ólíkum áttum í þjóðlífinu eigi að koma að stjórnum fyrirtækja, eins og til dæmis fólk utan af landsbyggðinni? Þetta eru áhugaverð og réttmæt sjónarmið, þegar löggjöf af þessu tagi er annars vegar. Karlar og konur eru ekki einu ólíku þjóðfélagshóparnir," segir Ragnheiður. Hún tekur þó fram að hún sé á móti slíkri lagasetningu. „Er þetta eitthvað sem við þurfum löggjöf til að breyta eða er þetta eitthvað sem við gætum náð fram með umræðunni og með breyttu hugarfari?" spyr Ragnheiður og bætir við: „Að sama skapi og ég var ekki talsmaður lagasetningarinnar á sínum tíma þá er ég fyrirfram alltaf frekar hlynntari því að leyfa fólki að gera slíkar breytingar að eigin vali." Aðspurð segist hún af sömu ástæðum vera andsnúin því að innleiða refsingar í löggjöfina uppfylli fyrirtæki ekki skilyrðin um kynjakvótann. Tengdar fréttir Þurfa að losa sig við 100 karlmenn til að uppfylla lagaskilyrði Um helmingur fyrirtækja uppfyllir skilyrði laga um kynferði stjórnarmanna í fyrirtækjum samkvæmt úttekt Creditinfo. 17. janúar 2014 17:24 Ráðherra vill skoða lög um kynjakvóta Iðnaðarráðherra hefur boðað til lokaðs fundar með fulltrúum úr atvinnulífinu til þess að fá fram ólíkar skoðanir á lögum um jafnt kynjahlutfall í stjórnum félaga. 13. janúar 2014 06:45 Þriggja ára aðlögun dugði ekki félögum Einungis helmingur fyrirtækja uppfyllir reglur um kynjahlutföll. 18. janúar 2014 08:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
„Mig langar einfaldlega að fara vel yfir þessi lög þó að ég hyggist ekki gera neinar breytingar á þessu þingi. Það er fínt að fá þessa tölfræði til þess að sjá hvort þetta virki," segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra um niðurstöður nýrrar úttektar Creditinfo. Úttektin leiðir í ljós að um helmingur íslenskra fyrirtækja uppfyllir reglur um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja.Eins og kom fram í frétt Vísis þann 13. janúar hyggst iðnaðarráðherra endurskoða þær breytingar sem voru gerðar á lögum um hluta- og einkahlutafélög árið 2010. Ragnheiður Elín segir að alltaf þurfi að stíga varlega til jarðar þegar verið sé að beita þvingunum á einkaaðila. „Það má ekki gleyma því að þarna er verið að tala um einkafyrirtæki þar sem að eigendur fyrirtækjanna eiga að hafa mest um það að segja hverjir sjái um að stjórna þeim," segir Ragnheiður.Fjölbreytileiki nær ekki bara til ólíkra kynja Í grein Sigríðar Andersen flokkssystur iðnaðarráðherra í Morgunblaðinu í dag er sjónarmiðum um hversu langt jafnréttislöggjöf í stjórnum fyrirtækja skuli ná velt upp. Í greininni er því meðal annars velt upp hvort slík löggjöf ætti ekki einnig að tryggja starfsmönnum fyrirtækja sæti í stjórnum eða fólki með ólíka menntun. Innt eftir viðbrögðum sínum við þeirri grein segir Ragnheiður Elín: „Þegar við erum að tala um fjölbreytileika, er þá nóg að líta bara til karla og kvenna? Hvers vegna að stoppa bara þar?" segir Ragnheiður. „Hvað með til dæmis sjónarmiðið um að fólk úr ólíkum áttum í þjóðlífinu eigi að koma að stjórnum fyrirtækja, eins og til dæmis fólk utan af landsbyggðinni? Þetta eru áhugaverð og réttmæt sjónarmið, þegar löggjöf af þessu tagi er annars vegar. Karlar og konur eru ekki einu ólíku þjóðfélagshóparnir," segir Ragnheiður. Hún tekur þó fram að hún sé á móti slíkri lagasetningu. „Er þetta eitthvað sem við þurfum löggjöf til að breyta eða er þetta eitthvað sem við gætum náð fram með umræðunni og með breyttu hugarfari?" spyr Ragnheiður og bætir við: „Að sama skapi og ég var ekki talsmaður lagasetningarinnar á sínum tíma þá er ég fyrirfram alltaf frekar hlynntari því að leyfa fólki að gera slíkar breytingar að eigin vali." Aðspurð segist hún af sömu ástæðum vera andsnúin því að innleiða refsingar í löggjöfina uppfylli fyrirtæki ekki skilyrðin um kynjakvótann.
Tengdar fréttir Þurfa að losa sig við 100 karlmenn til að uppfylla lagaskilyrði Um helmingur fyrirtækja uppfyllir skilyrði laga um kynferði stjórnarmanna í fyrirtækjum samkvæmt úttekt Creditinfo. 17. janúar 2014 17:24 Ráðherra vill skoða lög um kynjakvóta Iðnaðarráðherra hefur boðað til lokaðs fundar með fulltrúum úr atvinnulífinu til þess að fá fram ólíkar skoðanir á lögum um jafnt kynjahlutfall í stjórnum félaga. 13. janúar 2014 06:45 Þriggja ára aðlögun dugði ekki félögum Einungis helmingur fyrirtækja uppfyllir reglur um kynjahlutföll. 18. janúar 2014 08:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
Þurfa að losa sig við 100 karlmenn til að uppfylla lagaskilyrði Um helmingur fyrirtækja uppfyllir skilyrði laga um kynferði stjórnarmanna í fyrirtækjum samkvæmt úttekt Creditinfo. 17. janúar 2014 17:24
Ráðherra vill skoða lög um kynjakvóta Iðnaðarráðherra hefur boðað til lokaðs fundar með fulltrúum úr atvinnulífinu til þess að fá fram ólíkar skoðanir á lögum um jafnt kynjahlutfall í stjórnum félaga. 13. janúar 2014 06:45
Þriggja ára aðlögun dugði ekki félögum Einungis helmingur fyrirtækja uppfyllir reglur um kynjahlutföll. 18. janúar 2014 08:00