Ráðherra vill skoða lög um kynjakvóta Eva Bjarnadóttir skrifar 13. janúar 2014 06:45 Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra fréttablaðið/Vilhelm Iðnaðarráðherra leitar eftir ólíkum sjónarmiðum varðandi lög um kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga. Samkvæmt upplýsingum frá iðnaðarráðuneytinu verður fulltrúum úr atvinnulífinu boðið á lokaðan fund í þarnæstu viku til þess að ræða kosti og galla laganna. „Fundurinn er haldinn til þess að leita eftir sjónarmiðum frá atvinnulífinu, bæði þeirra sem eru hlynntir lagasetningunni og þeirra sem hafa talað gegn þeim,“ segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra. Ingvar segir ekki liggja fyrir hvort lögin verði endurskoðuð, en meðal annars verði litið til þeirra sjónarmiða sem fram koma á fundinum þegar það verði ákveðið. Lögin voru samþykkt á Alþingi árið 2010 af þingmönnum úr öllum stjórnmálaflokkum nema Sjálfstæðiflokki. Ragnheiður Elín Árnadóttir, núverandi iðnaðarráðherra, var framsögumaður minnihlutaálits viðskiptanefndar þar sem kom fram skýr andstaða við lagasetninguna. Ekki náðist í Ragnheiði við vinnslu fréttarinnar í gær. Í áliti minnihlutans sagði meðal annars að ekki ætti að koma á jafnrétti með boðum og bönnum, en í stað þess ætti jákvæð hvatning til fyrirtækja að vera ríkari. Þá sagði Ragnheiður Elín í umræðum um lagafrumvarpið: „Þrátt fyrir að vera mikill jafnréttissinni vil ég ekki sjá það að ég fái sæti í stjórn eða þingsæti eða hvað það sem ég er að sækjast eftir eingöngu á grundvelli þess að ég er kona. Mér finnst það vera það sem við í Keflavík kölluðum að vera súkkulaðikleina.“Kristín ÁstgeirsdóttirBreytinga að vænta á árinu Konur eru um 23 prósent aðalmanna í stjórnum íslenskra fyrirtækja, og hefur hlutfall kvenna hækkað lítillega á síðasta ári, samkvæmt samantekt sem Creditinfo vann fyrir Fréttablaðið. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir að breyting gæti orðið á kynjahlutfalli stjórna á þessu ári þegar mörg félög halda fyrstu aðalfundi sína eftir að lögunum var breytt 1. september síðastliðinn. „Það hefur ýmislegt gerst í þessum málum á undanförnum árum og konum fjölgað töluvert mikið. Það verður kannski á þessu ári sem við sjáum virkilega breytinguna,“ segir Kristín, sem telur skorta skilning á því hversu mikilvægt sé fyrir fyrirtæki að jafna hlut kynjanna. „Þetta hefur jákvæð áhrif á ímynd fyrirtækja og rekstur.“Guðbjörg Linda RafnsdóttirKonur telja sig vera góða stjórnarmenn „Konur í stjórnum fyrirtækja meta sig almennt á jákvæðari nótum en karlar þegar spurt er um ýmsa þætti sem tengjast stjórnarstörfum,“ segir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hún rannsakar framkvæmd laga um jafnt kynjahlutfall stjórnum fyrirtækja ásamt þeim Þorgerði Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði og Jóni Snorra Snorrasyni, lektor í viðskiptafræði. Haustið 2012 gerðu KPMG og Háskóli Íslands könnun meðal stjórnarmanna þar sem stjórnarmenn voru beðnir um að meta þætti á borð við ákvarðanatöku, frumkvæði og siðferði. Konur gáfu sjálfum sér hærri einkunnir en karlar í öllum tilvikum. „Það má að minnsta kosti segja að konur hafi fullt sjálfstraust til að takast á við stjórnarstörfin,“ segir Guðbjörg. Könnunin var endurtekin á síðasta ári og er niðurstaðna að vænta fljótlega. Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
Iðnaðarráðherra leitar eftir ólíkum sjónarmiðum varðandi lög um kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga. Samkvæmt upplýsingum frá iðnaðarráðuneytinu verður fulltrúum úr atvinnulífinu boðið á lokaðan fund í þarnæstu viku til þess að ræða kosti og galla laganna. „Fundurinn er haldinn til þess að leita eftir sjónarmiðum frá atvinnulífinu, bæði þeirra sem eru hlynntir lagasetningunni og þeirra sem hafa talað gegn þeim,“ segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra. Ingvar segir ekki liggja fyrir hvort lögin verði endurskoðuð, en meðal annars verði litið til þeirra sjónarmiða sem fram koma á fundinum þegar það verði ákveðið. Lögin voru samþykkt á Alþingi árið 2010 af þingmönnum úr öllum stjórnmálaflokkum nema Sjálfstæðiflokki. Ragnheiður Elín Árnadóttir, núverandi iðnaðarráðherra, var framsögumaður minnihlutaálits viðskiptanefndar þar sem kom fram skýr andstaða við lagasetninguna. Ekki náðist í Ragnheiði við vinnslu fréttarinnar í gær. Í áliti minnihlutans sagði meðal annars að ekki ætti að koma á jafnrétti með boðum og bönnum, en í stað þess ætti jákvæð hvatning til fyrirtækja að vera ríkari. Þá sagði Ragnheiður Elín í umræðum um lagafrumvarpið: „Þrátt fyrir að vera mikill jafnréttissinni vil ég ekki sjá það að ég fái sæti í stjórn eða þingsæti eða hvað það sem ég er að sækjast eftir eingöngu á grundvelli þess að ég er kona. Mér finnst það vera það sem við í Keflavík kölluðum að vera súkkulaðikleina.“Kristín ÁstgeirsdóttirBreytinga að vænta á árinu Konur eru um 23 prósent aðalmanna í stjórnum íslenskra fyrirtækja, og hefur hlutfall kvenna hækkað lítillega á síðasta ári, samkvæmt samantekt sem Creditinfo vann fyrir Fréttablaðið. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir að breyting gæti orðið á kynjahlutfalli stjórna á þessu ári þegar mörg félög halda fyrstu aðalfundi sína eftir að lögunum var breytt 1. september síðastliðinn. „Það hefur ýmislegt gerst í þessum málum á undanförnum árum og konum fjölgað töluvert mikið. Það verður kannski á þessu ári sem við sjáum virkilega breytinguna,“ segir Kristín, sem telur skorta skilning á því hversu mikilvægt sé fyrir fyrirtæki að jafna hlut kynjanna. „Þetta hefur jákvæð áhrif á ímynd fyrirtækja og rekstur.“Guðbjörg Linda RafnsdóttirKonur telja sig vera góða stjórnarmenn „Konur í stjórnum fyrirtækja meta sig almennt á jákvæðari nótum en karlar þegar spurt er um ýmsa þætti sem tengjast stjórnarstörfum,“ segir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hún rannsakar framkvæmd laga um jafnt kynjahlutfall stjórnum fyrirtækja ásamt þeim Þorgerði Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði og Jóni Snorra Snorrasyni, lektor í viðskiptafræði. Haustið 2012 gerðu KPMG og Háskóli Íslands könnun meðal stjórnarmanna þar sem stjórnarmenn voru beðnir um að meta þætti á borð við ákvarðanatöku, frumkvæði og siðferði. Konur gáfu sjálfum sér hærri einkunnir en karlar í öllum tilvikum. „Það má að minnsta kosti segja að konur hafi fullt sjálfstraust til að takast á við stjórnarstörfin,“ segir Guðbjörg. Könnunin var endurtekin á síðasta ári og er niðurstaðna að vænta fljótlega.
Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira