Innlent

Mátti ekki tæpara standa í bruna í Keflavík

Gissur Sigurðsson skrifar
Frá brunavettvangi í gær.
Frá brunavettvangi í gær. MYND/VÍKURFRÉTTIR
Nágranni manns og konu sem var bjargað á síðsutu stundu úr brennandi raðhúsi í Reykjanesbæ í gærkvöldi, segir að tæpara hafi varla mátt standa. Parið var útskrifað af slysadeild  Landspítalans að lokinni skoðun í nótt.

Fólkið var gengið til náða en hafði sem betur ferð lokað hurðinni að svefnherberginu, en eldurinn kviknaði í stofunni. En það var fyrir árvekni og skjót viðbrögð nágrannanna Bryndísar Sigurðardóttur og eiginmanns hennar að hjálp barst í tæka tíð:

„Ég ætlaði að horfa á þátt sem átti að byrja klukkan níu og ég lagði mig aðeins á undan og bað manninn minn um að vekja mig,“ segir Bryndís. Svo þegar hann gerði það bað ég hann um að opna gluggann og þá fann ég rosalega reykjarlykt. Ég rauk út á verönd og sá þá reykinn út um gluggann hjá þeim. Ég kalla á hann og hann hoppar yfir grindverkið og ég hljóp inn og hringi á 112.“

Bryndís segir að maður hennar hafi náð að brjóta rúðu í íbúðinni og hjálpa konunni út. „Þegar hann var að því kom lögregla og slökkvilið og þeir hjálpuðu kærastanum hennar út.“

Að sögn Bryndísar var gríðarlega mikill reykur í íbúðinni og segist hún telja að ekki hafi mátt tæpara standa.

Íbúðin og allt innbú eru stórskemmd, en lögregla rannsakar nú eldsupptök. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×