Framhaldsskólakennarar staðráðnir í að fá leiðréttingu á kjörum sínum Heimir Már Pétursson skrifar 8. janúar 2014 19:00 Formaður Félags framhaldsskólakennara segir að langlundargeð þeirra sé á þrotum og ef ekki fáist leiðrétting á kjörum þeirra nú verði boðað til verkfalls. Kennarar hafi dregist verulega afturúr sambærilegum stéttum hjá hinu opinbera og krefjist leiðréttingar. Framhaldsskólakennarar hafa ekki farið í verkfall frá árinu 2000 eða í um 14 ár. En nú þegar samið hefur verið um 2,8 prósenta launahækkun á almennum vinnumarkaði er svar kennara ósköp einfaldlega: Nei. „Nei, við erum búin að segja það við ríkið, gerðum það á síðasta fundi. Þá fitjaði ríkið upp á umræðum um það að við myndum semja á sömu nótum og við sögðum það vera algerlega óaðgengilegan kost. Það myndi ekki leysa úr neinu fyrir okkur,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður Félags framhaldsskólakennara. Framhaldsskólakennarar séu orðnir langþreyttir og segja megi að stjórnvöld séu búin að gjörnýta umburðarlyndi framhaldsskólakennara á löngum tíma. „Og nú er mælirinn eiginlega algerlega orðinn fullur,“ áréttar formaðurinn.Kjörin byrjuðu að versna árið 2006Aðalheiður segir að rekja megi þessa stöðu aftur fyrir hrun. Framhaldskólakennarar hafi byrjað að dragast aftur úr árið 2006 og síðan þá hafi bilið breikkað milli framhaldsskólakennara og hópa með sams konar menntun í störfum hjá ríkinu, þrátt fyrir oft ágætan árangur í samningsbundnum hækkunum. Skýringin liggur í því að framhaldsskólarnir hafa ekki getað notað hagræðingu hjá sér til að bæta kjör kennara eins og aðrar stofnanir hafi gert. „Sem helgast af fjárhagsumhverfi framhaldsskólanna, fjárveitingum til þeirra. Framhaldsskólarnir eru fjársveltar stofnanir. Þannig að það eina sem verið hefur í boði varðandi kaup og kjör og hækkanir í framhaldsskólum er það sem við höfum náð fram með harðfylgi við samningaborðið,“ segir Aðalheiður.Útiloka ekki verkfallKennarar hafa oft sýnt mikla samstöðu á árum áður og verkföll þeirra hafa verið langvinn. Þannig stóð verkfallið haustið 2000 í átta vikur og á meðan fór dýrmætur tími framhaldsskólanema fyrir lítið. Og Aðalheiður segir hljóðið í kennurum þannig nú að verkfall sé ekki útilokað. „Þetta er það vopn sem launafólk í landinu hefur og verkalýðsfélög. Nú vil ég segja, að það er búið að halda fimm fundi með ríkinu og aðilar eru auðvitað að tala saman áfram,“ segir formaðurinn. En næsti fundur verði á mánudag og menn nálgist málið með það markmið að ná niðurstöðu með samningum. En skýrari mynd þurfi að liggja fyrir fyrir mánaðamót.Þannig að þið útilokið ekki verkfallsaðgerðir?„Ég útiloka það ekki en ég vona að við þurfum ekki að grípa til þeirra neyðaraðgerða, því það fer enginn í verkfall að gamni sínu," segir Aðalheiður Steingrímsdóttir. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Formaður Félags framhaldsskólakennara segir að langlundargeð þeirra sé á þrotum og ef ekki fáist leiðrétting á kjörum þeirra nú verði boðað til verkfalls. Kennarar hafi dregist verulega afturúr sambærilegum stéttum hjá hinu opinbera og krefjist leiðréttingar. Framhaldsskólakennarar hafa ekki farið í verkfall frá árinu 2000 eða í um 14 ár. En nú þegar samið hefur verið um 2,8 prósenta launahækkun á almennum vinnumarkaði er svar kennara ósköp einfaldlega: Nei. „Nei, við erum búin að segja það við ríkið, gerðum það á síðasta fundi. Þá fitjaði ríkið upp á umræðum um það að við myndum semja á sömu nótum og við sögðum það vera algerlega óaðgengilegan kost. Það myndi ekki leysa úr neinu fyrir okkur,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður Félags framhaldsskólakennara. Framhaldsskólakennarar séu orðnir langþreyttir og segja megi að stjórnvöld séu búin að gjörnýta umburðarlyndi framhaldsskólakennara á löngum tíma. „Og nú er mælirinn eiginlega algerlega orðinn fullur,“ áréttar formaðurinn.Kjörin byrjuðu að versna árið 2006Aðalheiður segir að rekja megi þessa stöðu aftur fyrir hrun. Framhaldskólakennarar hafi byrjað að dragast aftur úr árið 2006 og síðan þá hafi bilið breikkað milli framhaldsskólakennara og hópa með sams konar menntun í störfum hjá ríkinu, þrátt fyrir oft ágætan árangur í samningsbundnum hækkunum. Skýringin liggur í því að framhaldsskólarnir hafa ekki getað notað hagræðingu hjá sér til að bæta kjör kennara eins og aðrar stofnanir hafi gert. „Sem helgast af fjárhagsumhverfi framhaldsskólanna, fjárveitingum til þeirra. Framhaldsskólarnir eru fjársveltar stofnanir. Þannig að það eina sem verið hefur í boði varðandi kaup og kjör og hækkanir í framhaldsskólum er það sem við höfum náð fram með harðfylgi við samningaborðið,“ segir Aðalheiður.Útiloka ekki verkfallKennarar hafa oft sýnt mikla samstöðu á árum áður og verkföll þeirra hafa verið langvinn. Þannig stóð verkfallið haustið 2000 í átta vikur og á meðan fór dýrmætur tími framhaldsskólanema fyrir lítið. Og Aðalheiður segir hljóðið í kennurum þannig nú að verkfall sé ekki útilokað. „Þetta er það vopn sem launafólk í landinu hefur og verkalýðsfélög. Nú vil ég segja, að það er búið að halda fimm fundi með ríkinu og aðilar eru auðvitað að tala saman áfram,“ segir formaðurinn. En næsti fundur verði á mánudag og menn nálgist málið með það markmið að ná niðurstöðu með samningum. En skýrari mynd þurfi að liggja fyrir fyrir mánaðamót.Þannig að þið útilokið ekki verkfallsaðgerðir?„Ég útiloka það ekki en ég vona að við þurfum ekki að grípa til þeirra neyðaraðgerða, því það fer enginn í verkfall að gamni sínu," segir Aðalheiður Steingrímsdóttir.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira