Tekist á um verkaskiptingu í málefnum utangarðsfólks Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. janúar 2014 11:33 Félags- og húsnæðisráðherra segir að lögð verði áhersla á húsnæðisúrræði fyrir utangarðsfólk enda hafi þeim hópi ekki verið sinnt nægilega vel. Vísir/Vilhelm Mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld og sveitarfélög eigi gott samstarf um málefni utangarðsfólks, segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, en jafnframt sé mikilvægt að sett séu skýr mörk. Hann segir grundvallarskyldu sveitarfélaga vera að tryggja framfærslu íbúa sinna enda hafi þau verið stofnuð til að sinna því hlutverki. Heiða Kristín Helgadóttir, formaður starfshóps um nýja stefnu í málefnum utangarðsfólks, sagði nýlega í viðtali við Vísi að hún vildi sjá ríkið og önnur sveitafélög viðurkenna sinn hlut í vanda utangarðsfólks og þá sérstaklega hvað varðar heilbrigðisþjónustu enda ráði borgin ekki ein fram úr vandanum. Kristján Þór segir það lögbundið verkefni borgarinnar að sinna þessum málaflokki. Kristján Þór Júlíusson og Eygló Harðardóttir„Það er val kjörinna fulltrúa að forgangsraða fjármunum í verkefni sem þeim er áskilið að sinna. Það er vitað að sveitarfélög leggja fjármuni í önnur verkefni, sem ekki eru lögbundin, og það er þá val fulltrúanna. Í tilviki Reykjavíkurborgar er hægt að nefna Hofsvallagötuna og þá ákvörðun að setja fjármuni í breytingar á henni í stað annarra verkefna.“ Kristján segir hlutverk ríkis og borgar skýr. Það sé á ábyrgð ríkisns að reka stofnanaþjónustuna fyrir fólkið í landinu og ljóst sé að almennt þurfi að gera betur í geðheilbrigðismálum á landsvísu.Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir Heiðu koma með áhugaverðar ábendingar í viðtalinu. „Ég er sammála því að það geti ekki verið vandi einstaks sveitarfélags að taka á málefnum utangarðsfólks. Ég skil vel að Reykjavíkurborg kalli eftir auknu samstarfi, verandi það sveitarfélag sem hefur fyrst og fremst sinnt þessum málaflokki. Það ættu fleiri sveitarfélög á landinu að axla ábyrgðina og efla samstarf við ríkið.“ Eygló segist leggja áherslu á að huga að húsnæðisúrræðum fyrir heimilislausa. „Það má ekki skilja þennan hóp endurtekið útundan og ég tel ástæðu fyrir okkur að fara vel yfir þær ábendingar sem koma frá starfshópnum sem vann skýrsluna.“Áslaug Friðriksdóttir og Þorleifur GunnlaugssonVill að borgin taki sína ábyrgð á málaflokknumÞorleifur Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, sat í starfshópi um nýja stefnu í málefnum utangarðsfólks og kom með sértillögur að loknu starfi hópsins. „Það vantar haldbærari úrræði í stefnuna enda er ekkert að finna í skýrslunni sem kostar peninga. Þetta eru meira vangaveltur og í raun er þetta stefna um stefnu,“ segir Þorleifur. Þorleifur segir markmiðið greinilega hafa verið að búa til stefnu sem kostar engan pening og svo sé bent í aðra átt. „Það eru engar haldbærar tillögur en bent á ríkið og önnur sveitarfélög til að koma með úrræði. Nær allur hópurinn er skrásettur í Reykjavík og á einn veg eða annan verður borgin að taka ábyrgð á þessum málaflokki.“Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, var einnig í starfshópnum og tekur undir að haldbærar tillögur skorti en að vinna við aðgerðaáætlun sé eftir. Þá vinnu vill hún sjá í samstarfi við ríkið. „Mikið af þeirri þjónustu sem við þurfum að veita þessum hópi er heilbrigðisþjónusta. Þess vegna þarf að efla samstarf við ríkið og þannig verður vonandi hægt að setja fram mælanlegri og skýrari markmið.“ Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld og sveitarfélög eigi gott samstarf um málefni utangarðsfólks, segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, en jafnframt sé mikilvægt að sett séu skýr mörk. Hann segir grundvallarskyldu sveitarfélaga vera að tryggja framfærslu íbúa sinna enda hafi þau verið stofnuð til að sinna því hlutverki. Heiða Kristín Helgadóttir, formaður starfshóps um nýja stefnu í málefnum utangarðsfólks, sagði nýlega í viðtali við Vísi að hún vildi sjá ríkið og önnur sveitafélög viðurkenna sinn hlut í vanda utangarðsfólks og þá sérstaklega hvað varðar heilbrigðisþjónustu enda ráði borgin ekki ein fram úr vandanum. Kristján Þór segir það lögbundið verkefni borgarinnar að sinna þessum málaflokki. Kristján Þór Júlíusson og Eygló Harðardóttir„Það er val kjörinna fulltrúa að forgangsraða fjármunum í verkefni sem þeim er áskilið að sinna. Það er vitað að sveitarfélög leggja fjármuni í önnur verkefni, sem ekki eru lögbundin, og það er þá val fulltrúanna. Í tilviki Reykjavíkurborgar er hægt að nefna Hofsvallagötuna og þá ákvörðun að setja fjármuni í breytingar á henni í stað annarra verkefna.“ Kristján segir hlutverk ríkis og borgar skýr. Það sé á ábyrgð ríkisns að reka stofnanaþjónustuna fyrir fólkið í landinu og ljóst sé að almennt þurfi að gera betur í geðheilbrigðismálum á landsvísu.Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir Heiðu koma með áhugaverðar ábendingar í viðtalinu. „Ég er sammála því að það geti ekki verið vandi einstaks sveitarfélags að taka á málefnum utangarðsfólks. Ég skil vel að Reykjavíkurborg kalli eftir auknu samstarfi, verandi það sveitarfélag sem hefur fyrst og fremst sinnt þessum málaflokki. Það ættu fleiri sveitarfélög á landinu að axla ábyrgðina og efla samstarf við ríkið.“ Eygló segist leggja áherslu á að huga að húsnæðisúrræðum fyrir heimilislausa. „Það má ekki skilja þennan hóp endurtekið útundan og ég tel ástæðu fyrir okkur að fara vel yfir þær ábendingar sem koma frá starfshópnum sem vann skýrsluna.“Áslaug Friðriksdóttir og Þorleifur GunnlaugssonVill að borgin taki sína ábyrgð á málaflokknumÞorleifur Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, sat í starfshópi um nýja stefnu í málefnum utangarðsfólks og kom með sértillögur að loknu starfi hópsins. „Það vantar haldbærari úrræði í stefnuna enda er ekkert að finna í skýrslunni sem kostar peninga. Þetta eru meira vangaveltur og í raun er þetta stefna um stefnu,“ segir Þorleifur. Þorleifur segir markmiðið greinilega hafa verið að búa til stefnu sem kostar engan pening og svo sé bent í aðra átt. „Það eru engar haldbærar tillögur en bent á ríkið og önnur sveitarfélög til að koma með úrræði. Nær allur hópurinn er skrásettur í Reykjavík og á einn veg eða annan verður borgin að taka ábyrgð á þessum málaflokki.“Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, var einnig í starfshópnum og tekur undir að haldbærar tillögur skorti en að vinna við aðgerðaáætlun sé eftir. Þá vinnu vill hún sjá í samstarfi við ríkið. „Mikið af þeirri þjónustu sem við þurfum að veita þessum hópi er heilbrigðisþjónusta. Þess vegna þarf að efla samstarf við ríkið og þannig verður vonandi hægt að setja fram mælanlegri og skýrari markmið.“
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira