Innlent

Löggjöf um ölvunarakstur verði hert

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Elsa Lára Árnadóttir mælti fyrir þingsályktunartillögunni og samþykkti hana í alsherjarnefnd.
Elsa Lára Árnadóttir mælti fyrir þingsályktunartillögunni og samþykkti hana í alsherjarnefnd. Vísir/Vilhelm/Pjetur
Alsherjarnefnd hefur afgreitt þingsályktunartillögu sem felur meðal annars í sér að skoða lækkun refsimarka ölvunaraksturs úr 0,5 prómillum í 0,2.

Sex þingmenn Framsóknarflokksins mæltu fyrir tillögunni og var hún samþykkt einróma í Alsherjarnefnd í síðustu viku.

Nefndin leggur til þess að þingsályktunartillagan verði samþykkt. Hún hljóðar svo:

Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra að láta yfirfara viðurlög við ölvunar- og vímuefnaakstri við heildarendurskoðun umferðarlaga með það að markmiði að fækka slíkum tilvikum. Sérstaklega skuli skoða eftirfarandi leiðir:

1. Lækkun refsimarka ölvunaraksturs úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill og samsvarandi mæling öndunarsýnis. 

2. Námskeið um alvarleika ölvunar- og vímuefnaaksturs. 



3.Hækkun sektargreiðslna vegna ölvunar- og vímuefnaaksturs og að hluti þeirra renni í forvarnasjóð. 



4.Ný úrræði í viðurlögum við ölvunar- og vímuefnaakstri. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×