Tók „selfie“ í eina mínútu - orðin stjarna á YouTube
Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Óþekkt kona er orðin ein skærasta stjarna YouTube síðan aðili, sem kallar sig Perds Ton Temps á síðunni, setti inn myndband af henni.
Á myndbandinu sést konan taka „selfie“ í rúma mínútu en hún hefur ekki hugmynd um að verið sé að taka sig upp.
Myndbandið var sett inn þann 10. október síðastliðinn og hefur það verið skoðað rúmlega 2 milljón sinnum.