„Fólk sem kemur til okkar er ekki í bráðavanda. Það eru bara tveir virkir dagar sem við erum ekki aðgengilegar,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.
Stígamót flytja í nýtt og stærra húsnæði að Laugarvegi 170. Lokað verður því í Stígamótum frá 28. febrúar til 4. mars vegna flutninga.
„Við munum sakna fallega húsnæðisins á Hverfisgötunni. Það er sprungið utan af okkur,“ segir Guðrún.
„Bæði ætlum við í átak í vinnu með körlum og fötluðum og við erum að bæta við stöðugildum. Nýja húsnæðið er helmingi stærra og þar er betra aðgengi fyrir fatlaða. Þar munum við einnig hafa góðan fyrirlestrasal fyrir fræðsluna okkar.“
Stígamót hafa haldið utan um fimmtán sjálfhjálparnámskeið og var húsnæðið farið að takmarka starfið. Guðrún segir að efla eigi fræðslu fyrir karlmenn. Nýlega auglýstu Stígamót eftir karlmanni til starfa í von um að þá ættu karlar auðveldara með að sækja sér fræðslu og aðstoð.
Stígamót loka vegna flutninga

Tengdar fréttir

Fatlað fólk verður frekar fyrir kynferðisofbeldi
Fatlað fólk á oft á tíðum erfiðara en aðrir með að greina frá ofbeldinu af ýmsum ástæðum og það á jafnframt erfiðara með að verja sig gagnvart því.

Tvöfalt fleiri karlar leita til Stígamóta
"Við auglýsum reglulega eftir starfsfólki en fram til þessa hafa konur orðið fyrir valinu," segir talskona Stígamóta.

„Því miður eru fatlaðir og þroskahamlaðir í mjög mikilli hættu að verða fyrir ofbeldi"
Samtökin stígamót munu bæta við sig starfskrafti sem sérhæfir sig í málefnum fólks með þroskahömlun.

Fagráð um kynferðisofbeldi gegn fötluðu fólki
„Upphafi má meðal annars rekja til málsins með Karl Vigni Þorsteinsson en hann hafði á sínum tíma komið að starfsemi innan Blindrafélagsins,“ segir Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélagsins.