Innlent

„Við munum standa við það að hlusta á fólkið í landinu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Í þættinum Ísland í dag var farið yfir þau loforð sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins gáfu fyrir kosningar í vor. Þeir lofuðu að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um það hvort Ísland ætti að halda áfram aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.

„Við höfum á þessum kjörtímabili margoft lagt til að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um umdeild mál og í Evrópusambandsmálinu munum við standa við það sem við höfum ályktað um. Þjóðaratkvæðagreiðsla gæti farið fram á fyrri hluta þessara kjörtímabils,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali á Stöð 2 þann 23. mars 2013 og benti einnig á að hún gæti farið fram í tengslum við sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Bjarni sagði einnig: „Við munum standa við það að hlusta á fólkið í landinu.“

„Ég hef verið mjög opinn með tímasetningu á þessari þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í apríl á þessu ári á Stöð 2.

„Eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst yfir þá telur hann að við eigum að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri hluta þessara kjörtímabils,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, á Stöð 2 í apríl.

Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.