Innlent

Aðeins einn grásleppukarl byrjar veiðar

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér heldur Ormur Arnarson, framkvæmdastjóri Trítons, á grásleppu. Það var þó ekki hann sem hóf veiðar í dag.
Hér heldur Ormur Arnarson, framkvæmdastjóri Trítons, á grásleppu. Það var þó ekki hann sem hóf veiðar í dag.
Grásleppuveiðitímabilið hófst í dag frá Húnaflóa, austur fyrir land og til og með Suðurlandi. Aðeins einn sjómaður hefur þó virkjað grásleppuleyfið sitt og hefur því tuttugu daga frá deginum í dag til veiðanna. Reglugerð um veiðarnar má sjá hér.

Á öðrum svæðum, að innanverðum Breiðafirðinum undanskildum, má hefja veiðar 1. apríl.

Undanfarin sumur hefur gengið illa að selja grásleppuhrognin og mikil óvissa er með vertíðina núna í ár. Samkvæmt frétt á vef Landsambands smábátaeigenda hafa kaupendur sýnt lítinn áhuga og nefnd verð hafa verið lægri en í fyrra.

Einnig segir að áhugi fyrir veiðunum sé takmarkaður. Flestir hafi gefið þær skýringar að verðið sé of lágt og nægi ekki fyrir kostnaði. Þá þurfi einnig að draga úr veiðinni til að ná jafnvægi á framboði og eftirspurn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×