Innlent

Framrúða fauk í heilu lagi úr rútu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
MYND/KARL INGI KARLSSON
Framrúða fauk í heilu lagi úr farþegarútu sem staðsett var á bílastæði við íþróttahúsið að Laugum í Sælingsdal í dag.

Rúðan fauk um fimmtíu til sextíu metra frá rútunni, en mikill veðurofsi er á svæðinu og hefur verið í allan dag. Búðardalur.is greinir frá málinu.

Starfsmenn KM-Þjónustunnar í Búðardal voru kallaðir til og komu rútunni í skjól í Búðardal.

Svínadalur hefur verið lokaður í allan dag sökum ófærðar og stórhríðar og meðal annars komst skólabifreið sem sækir skólabörn í Saurbæ ekki leiðar sinnar.



MYND/KARL INGI KARLSSON



Fleiri fréttir

Sjá meira


×