Þingmenn gagnrýndu framgöngu forseta Íslands í utanríkismálum Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2014 23:30 Gunnar Bragi sagði framgöngu forseta óheppilega. Mynd/Pjetur Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, flutti alþingisskýrslu sína um utanríkismál í dag. Hann ítrekaði áherslur Íslands í evrópumálum með áherslu á EES-samninginn og traustum samskiptum við Evrópusambandið, viðskiptasamninga við fjölda þjóða sem og norðurslóðamál. Málefni Úkraínu voru einnig áberandi í umræðum um skýrsluna. Gunnar Bragi sagði ógnvænlega framkomu Rússa í Úkraínu setja málefni friðar, öryggis og stöðugleika í samhengi. „Yfirstandandi og harðnandi deila hefur nú kippt okkur til baka í veruleika sem við töldum okkur hafa yfirgefið fyrir þó nokkrum árum, jafnvel áratugum síðan. Á sama tíma og Rússlandsstjórn fer sínu fram í trássi við alþjóðalög og eigin skuldbindingar eykst samtakamáttur þeirra sem fordæma aðgerðirnar og senda sterk skilaboð um að framganga Rússa sé fullkomlega óásættanleg," sagði Gunnar Bragi. Nokkrir þingmenn gerðu athugasemd við framgöngu forseta Íslands í utanríkismálum nú síðast vegna þess þegar forsetinn setti ofan í við aðstoðarutanríkisráðherra Noregs á Norðurslóðaráðstefnu í Bodø í Noregi í gær, þegar hún fordæmdi framferði Rússa í Úkraínu. „Hann lætur uppi þær áherslur að hann vilji horfa, að hann vilji að Ísland horfi til austurs, Rússlands og Kína. Hann segir ýmislegt um evrópusambandsmál á erlendum vettvangi. Nú síðast setti hann ofan í við aðstoðarráðherra á opnum fundi," sagði Guðmundur Steingrímsson. Ráðherra sagði skýrt að umboð til að móta utanríkisstefnuna væri hjá ríkisstjórninni en ekki forsetanum. Katrín Júlíusdóttir sagði Íslendinga hafa ákveðið að standa með Úkraínumönnum gagnvart Rússum. „Hver er þá afstaða ráðherrans hæstvirts til þess sem forseti Íslands gerði á fundi um norðurskautsmál í gær, þar sem hann hirtir norskan aðstoðarráðherra fyrir það að taka upp þessa deilu við Rússa og gagnrýna hana sem hluta af utanríkispólitík Norðmanna?" spurði Katrín. Fleiri tóku í svipaða strengi eins og Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Ég held að orð forseta hafi verið að mörgu leyti hófleg, það má hins vega velta því fyrir sér hvort það hafi ekki verið óheppilegt að taka þess orðræðu við norska ráðherrann. ég get alveg verið á báðum áttum með það hvort það hafi verið heppilegt," sagði Gunnar Bragi. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, flutti alþingisskýrslu sína um utanríkismál í dag. Hann ítrekaði áherslur Íslands í evrópumálum með áherslu á EES-samninginn og traustum samskiptum við Evrópusambandið, viðskiptasamninga við fjölda þjóða sem og norðurslóðamál. Málefni Úkraínu voru einnig áberandi í umræðum um skýrsluna. Gunnar Bragi sagði ógnvænlega framkomu Rússa í Úkraínu setja málefni friðar, öryggis og stöðugleika í samhengi. „Yfirstandandi og harðnandi deila hefur nú kippt okkur til baka í veruleika sem við töldum okkur hafa yfirgefið fyrir þó nokkrum árum, jafnvel áratugum síðan. Á sama tíma og Rússlandsstjórn fer sínu fram í trássi við alþjóðalög og eigin skuldbindingar eykst samtakamáttur þeirra sem fordæma aðgerðirnar og senda sterk skilaboð um að framganga Rússa sé fullkomlega óásættanleg," sagði Gunnar Bragi. Nokkrir þingmenn gerðu athugasemd við framgöngu forseta Íslands í utanríkismálum nú síðast vegna þess þegar forsetinn setti ofan í við aðstoðarutanríkisráðherra Noregs á Norðurslóðaráðstefnu í Bodø í Noregi í gær, þegar hún fordæmdi framferði Rússa í Úkraínu. „Hann lætur uppi þær áherslur að hann vilji horfa, að hann vilji að Ísland horfi til austurs, Rússlands og Kína. Hann segir ýmislegt um evrópusambandsmál á erlendum vettvangi. Nú síðast setti hann ofan í við aðstoðarráðherra á opnum fundi," sagði Guðmundur Steingrímsson. Ráðherra sagði skýrt að umboð til að móta utanríkisstefnuna væri hjá ríkisstjórninni en ekki forsetanum. Katrín Júlíusdóttir sagði Íslendinga hafa ákveðið að standa með Úkraínumönnum gagnvart Rússum. „Hver er þá afstaða ráðherrans hæstvirts til þess sem forseti Íslands gerði á fundi um norðurskautsmál í gær, þar sem hann hirtir norskan aðstoðarráðherra fyrir það að taka upp þessa deilu við Rússa og gagnrýna hana sem hluta af utanríkispólitík Norðmanna?" spurði Katrín. Fleiri tóku í svipaða strengi eins og Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Ég held að orð forseta hafi verið að mörgu leyti hófleg, það má hins vega velta því fyrir sér hvort það hafi ekki verið óheppilegt að taka þess orðræðu við norska ráðherrann. ég get alveg verið á báðum áttum með það hvort það hafi verið heppilegt," sagði Gunnar Bragi.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira