Einhleypir fá ekki að koma á þorrablót Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. janúar 2014 07:00 Allir sem koma á þorrablót Bolvíkinga skulu koma með mat með sér og skal hann vera í trogum. Mynd/Pétur Þorrablót Bolvíkinga er fastur liður í bæjarfélaginu með tilheyrandi undirbúningi og hefðum. Ein hefðin er að konur bjóða mönnum sínum til blóts. En einungis giftar konur eða í sambúð eiga þó rétt á þátttöku í viðburðinum. Þar af leiðandi geta eingöngu hjón og sambúðarfólk sótt þorrablótið. Sérstök nefnd, sem kosin er árlega, sér um undirbúning og skipulag blótsins. Það er í valdi hverrar nefndar að breyta þessari hefð en enn hefur ekki verið hreyft við henni. Það eru þó ekki allir hrifinr af hefðinni og í samtali við fréttastofu tjáðu nokkrir bæjarbúar þá skoðun sína að hún fylgdi ekki breyttu samfélagi. Fyrst og fremst fer það fyrir brjóstið á fólki að við skilnað sé fólk ekki lengur velkomið á þorrablótið, jafnvel þótt það hafi verið hluti af félagsskapnum í fjöldamörg ár. Aðrir sem ekki eiga kost á að taka þátt í hátíðhöldunum eru einhleypir og samkynhneigðir karlar, þar sem engin kona er í því sambandi sem getur boðið maka sínum. Ekkjur og ekklar eru þó velkomin. Þessi hópur fólks sem ekki fær aðgang að þorrablótinu fær þó að mæta á æfingu á skemmtiatriðum kvöldið fyrir blótið.Ylfa Mist HelgadóttirMynd/Reynir SkargårdYlfa Mist Helgadóttir býr í Bolungarvík en vegna þessara hefða hefur hún ekki áhuga á að sækja blótið. „Ég samgleðst þeim sem hafa ánægju af þorrablótinu. Ég hef þó kosið fyrir mína parta að fara ekki af því að ég gæti lent í þeirri stöðu að vera ekki velkomin eitthvert árið, til dæmis ef maðurinn minn færi frá mér. Ef ég færi einu sinni þá fyndist mér ég hafa samþykkt þessar reglur,“ segir Ylfa Mist. Soffía VagnsdóttirSoffía Vagnsdóttir situr í nefnd þorrablótsins þetta árið. „Nefndin vill alltaf halda í þessa gömlu hefð en umræðan um hvort breyta eigi reglunum kemur upp á hverju ári.“ Soffía segir gamaldags hefðir þó ekki þurfa að vera neikvæðar enda skapi þær ákveðna sérstöðu. „Við nútímafólk virðumst eiga svolítið erfitt með að taka því að það megi ekki allir allt.“ Hún veltir fyrir sér hvað myndi gerast ef reglunum yrði breytt. „Það er spurning hvort þetta yrði minna eftirsóknarvert og hvort þeir sem hafa haldið tryggð við blótið myndu hætta að koma. Bolvíkingar virðast vilja halda í þessa einstöku sérstöðu hópsins.“ Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Þorrablót Bolvíkinga er fastur liður í bæjarfélaginu með tilheyrandi undirbúningi og hefðum. Ein hefðin er að konur bjóða mönnum sínum til blóts. En einungis giftar konur eða í sambúð eiga þó rétt á þátttöku í viðburðinum. Þar af leiðandi geta eingöngu hjón og sambúðarfólk sótt þorrablótið. Sérstök nefnd, sem kosin er árlega, sér um undirbúning og skipulag blótsins. Það er í valdi hverrar nefndar að breyta þessari hefð en enn hefur ekki verið hreyft við henni. Það eru þó ekki allir hrifinr af hefðinni og í samtali við fréttastofu tjáðu nokkrir bæjarbúar þá skoðun sína að hún fylgdi ekki breyttu samfélagi. Fyrst og fremst fer það fyrir brjóstið á fólki að við skilnað sé fólk ekki lengur velkomið á þorrablótið, jafnvel þótt það hafi verið hluti af félagsskapnum í fjöldamörg ár. Aðrir sem ekki eiga kost á að taka þátt í hátíðhöldunum eru einhleypir og samkynhneigðir karlar, þar sem engin kona er í því sambandi sem getur boðið maka sínum. Ekkjur og ekklar eru þó velkomin. Þessi hópur fólks sem ekki fær aðgang að þorrablótinu fær þó að mæta á æfingu á skemmtiatriðum kvöldið fyrir blótið.Ylfa Mist HelgadóttirMynd/Reynir SkargårdYlfa Mist Helgadóttir býr í Bolungarvík en vegna þessara hefða hefur hún ekki áhuga á að sækja blótið. „Ég samgleðst þeim sem hafa ánægju af þorrablótinu. Ég hef þó kosið fyrir mína parta að fara ekki af því að ég gæti lent í þeirri stöðu að vera ekki velkomin eitthvert árið, til dæmis ef maðurinn minn færi frá mér. Ef ég færi einu sinni þá fyndist mér ég hafa samþykkt þessar reglur,“ segir Ylfa Mist. Soffía VagnsdóttirSoffía Vagnsdóttir situr í nefnd þorrablótsins þetta árið. „Nefndin vill alltaf halda í þessa gömlu hefð en umræðan um hvort breyta eigi reglunum kemur upp á hverju ári.“ Soffía segir gamaldags hefðir þó ekki þurfa að vera neikvæðar enda skapi þær ákveðna sérstöðu. „Við nútímafólk virðumst eiga svolítið erfitt með að taka því að það megi ekki allir allt.“ Hún veltir fyrir sér hvað myndi gerast ef reglunum yrði breytt. „Það er spurning hvort þetta yrði minna eftirsóknarvert og hvort þeir sem hafa haldið tryggð við blótið myndu hætta að koma. Bolvíkingar virðast vilja halda í þessa einstöku sérstöðu hópsins.“
Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira