Innlent

Sumarbústaður brennur við Hafravatn

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu barðist í morgun við eld í sumarbústað við Elliðakotsafleggjara rétt austan við Gunnarshólma við Suðurlandsveg. Tilkynning barst um eldinn á sjöunda tímanum og logaði glatt í bústaðnum þegar liðið kom á vettvang, en talið er að engin hafi verið í bústaðnum.

Eldurinn var það mikill að ekki var hægt að senda reykkafara inn í bústaðinn. Ákveðið var fyrir stundu að láta bústaðinn brenna til kaldra kola en verja umhverfið, því hann er hvort eð er ónýtur. Staðin verður vakt á staðnum og síðan drepið í glæðum. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×