Innlent

Leita að loðnu austur af Kolbeinsey

MYND/Óskar Friðriksson
Að minnsta kosti sjö stór fjölveiðiskip eru nú farin til loðnuleitar austur af Kolbeinsey og norður af sléttu, en þar sást talsvert af loðnu fyrir nokkrum dögum, áður en óveður hrakti skipin aftur í land.

Að sögn Ómars Sigurðssonar stýrimanns á Aðalsteini Jónssyni, sem kominn er á svæðið, hefur lítið sem ekkert fundist enn sem komið er, en skipin eru rétt byrjuð að leita.

Hann segir að menn ætli að leita fyrir sér í dag í von um að vera í startholunum þegar svæðið verður opnað fyrir veiðum í flottroll á miðnætti.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×