Innlent

Bústaðurinn brunninn til grunna

Lítið er eftir af bústaðnum eins og sjá má á þessari mynd.
Lítið er eftir af bústaðnum eins og sjá má á þessari mynd. Mynd/Baldur

Vélskófla er nú að moka leifunum af sumarbústað, í útjaðri Reykjavíkur, upp á vörubíl til urðunar, eftir að bústaðurinn brann til kaldara kola í morgun. Bústaðurinn var mannlaus þegar eldurinn kviknaði.

Slökkviliðið var kallað út um hálf sjö leitið í morgun  vegna elds eldsins, sem sást loga í bústaðnum, sem er við Elliðakotsafleggjara rétt austan við Gunnarshólma við Suðurlandsveg.

Þegar liðið kom á vettvang logaði glatt í öllum bústaðnum þannig að ekki var viðlit að senda reykkafara inn í hann til að leita að fólki, en brátt fréttist að bústaðurinn hafi verið mannlaus.

Þegar ljóst var að bústaðruinn væri orðinn ónýtur, var ákveðið að láta hann brenna til kaldra kola  frekar enn á láta rústir standa uppi.

Upp úr klukkkan tíu var svo hafist handa við að moka leifunum upp á vörubíl til urðunar og að því loknu mum slökkviliðið endanlega drepa í glæðum. Rafmagn var tengt í bústaðinn og urðu raafmagnstruflanir í nágrenninu, þegar rafmagnstaflan sprakk með látum. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×