Innlent

Nóg að gera hjá slökkviliði

Haukur VIðar Alfreðsson skrifar
Slökkvilið að störfum við Skemmuveg.
Slökkvilið að störfum við Skemmuveg. mynd/andri marinó
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið var sent í Smiðshöfða í Reykjavík rétt eftir klukkan 22 vegna tilkynningar um eld á gólfi trésmíðaverkstæðis.

Um lítilsháttar eld að ræða en tilkynningin barst slökkviliðinu frá vaktmanni Securitas. Ekki fengust upplýsingar um skemmdir og eldsupptök eru ókunn.

Skömmu síðar var tilkynnt um eld í grillvagni við Skemmuveg í Kópavogi. Um töluverðan eld var að ræða og sprakk gaskútur í vagninum. Aldrei var þó hætta á útbreiðslu eldsins að sögn slökkviliðs. Eldsupptök eru ókunn og vagninn er ónýtur.

Skömmu eftir eldinn á Smiðshöfða var slökkvilið kallað að grillvagni í Kópavogi.mynd/andri marinó
Slökkvistarf gekk vel en vagninn er ónýtur.mynd/andri marinó



Fleiri fréttir

Sjá meira


×