Fótbolti

Kolbeinn sat á bekknum í jafnteflisleik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmenn Ajax
Leikmenn Ajax Vísir/Gettyimages
Kolbeinn Sigþórsson sat á varamannabekk Ajax allan leikinn í 1-1 jafntefli gegn Utrecht í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Ajax er með tveggja stiga forskot á Vitesse á toppi deildarinnar eftir leikinn.

Kolbeinn sem var orðaður við QPR í janúarglugganum hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu tíu leikjum með Ajax. Ajax hafði unnið átta síðustu leiki í hollensku deildinni en náðu ekki að taka stigin þrjú í dag.

Guðlaugur Victor Pálsson er ekki í leikmannahóp NEC Nijmegen sem tekur á móti Go Ahead Eagles núna klukkan hálf tvö. Guðlaugur hefur verið meiddur undanfarnar vikur en er á batavegi og hefur æft með liðinu undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×