Fótbolti

Zulte-Waregem nældi í stig á lokamínútum leiksins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ólafur Ingi Skúlason
Ólafur Ingi Skúlason Vísir/Getty
Ólafur Ingi Skúlason og félagar í Zulte-Waregem nældu í stig á lokamínútum leiksins í 1-1 jafntefli gegn Lokeren í belgísku úrvalsdeildinni í dag. Jöfnunarmark Waregem kom þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Lokeren náði forskotinu snemma í fyrri hálfleik og virtust vera að saxa muninn milli liðanna í stigatöflunni niður í tvö stig þegar Raphaël Cacares tryggði Waregem stigið.

Waregem mætir Gent í belgíska bikarnum í vikunni og mætir síðan toppliði Standard Liege á útivelli næstkomandi sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×