Víkingur á að auka nýtingu Landeyjahafnar Gunnar Leó Pálsson skrifar 2. febrúar 2014 22:30 Víkingur leggur af stað í sína fyrstu áætlunarferð á milli lands og eyja. Mynd/Gunnlaugur Grettisson „Það er verið að reyna auka nýtingu Landeyjahafnar með Víkingi en þetta er tilraunaverkefni til tveggja mánaða,“ segir Gunnlaugur Grettisson rekstrarstjóri Herjólfs. Farþegabáturinn Víkingur sem er í eigu ferðaþjónustufyrirtækisins Víking Tours, hóf í gær áætlunarsiglingar á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, en Eimskip sér um markaðs- og neytendahlið Víkings. „Viking Tours sér um rekstur skipsins og ber ábyrgð á siglingunum en Eimskip um söluhliðina og upplýsingagjöf, miðar í Víking eru seldir á heimasíðu Herjólfs og í afgreiðslu Herjólfs í Vestmannaeyjum,“ útskýrir Gunnlaugur. Siglingar Víkings eru samþættar við áætlun Strætó á Suðurlandi, tvær ferðir á dag ef aðstæður leyfa. Verðið á aðgöngumiðum í Víking er það sama og í Herjólf en Víkingur er í um 40 til 50 mínútur að sigla á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Víkingur ristir töluvert minna en Herjólfur og er því hentugri fyrir Landeyjahöfn yfir vetrartímann þegar dýpi er takmarkandi en hins vegar getur Víkingur ekki siglt ef ölduhæðin fer yfir 2,4 metra. „Ölduhæðin er þó bara fyrsta hindrunin, það er margt sem spilar inn í. Ef fólk á miða í Víking og ferð fellur niður vegna ófærðar fær fólk miðann endurgreiddan eða það getur flutt sig í ferð Herjólfs til Þorlákshafnar þannig að það verður ekki strandaglópar.“Gunnlaugur Grettisson rekstrarstjóri Herjólfs.Mynd/Óskar Pétur FriðrikssonHerjólfur tekur 390 farþega yfir vetrartímann en Víkingur einungis 63 farþega. Þá tekur Víkingur ekki bifreiðar. „Þetta er sannarlega fyrir fólk sem er að skjótast á milli, það er einnig verið svara þeirri þörf sem Bakkaflug þjónaði hér áður fyrr. Það voru tugþúsundir manna sem flugu á milli Bakka og Eyja og skyldu bíla sína eftir,“ bætir Gunnlaugur við. Herjólfur mun áfram sigla tvær ferðir á dag til Þorlákshafnar. Víkingur mun sigla tvær ferðir á dag, frá Vestmannaeyjum klukkan 8.30 og 17.30 og frá Landeyjahöfn klukkan 10 og 19. „Gert er ráð fyrir að Herjólfur geti hafið sigilingar til Landeyjahafnar um miðjan marsmánuð þannig að þetta verkefni er stillt af miðað við það.“ Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
„Það er verið að reyna auka nýtingu Landeyjahafnar með Víkingi en þetta er tilraunaverkefni til tveggja mánaða,“ segir Gunnlaugur Grettisson rekstrarstjóri Herjólfs. Farþegabáturinn Víkingur sem er í eigu ferðaþjónustufyrirtækisins Víking Tours, hóf í gær áætlunarsiglingar á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, en Eimskip sér um markaðs- og neytendahlið Víkings. „Viking Tours sér um rekstur skipsins og ber ábyrgð á siglingunum en Eimskip um söluhliðina og upplýsingagjöf, miðar í Víking eru seldir á heimasíðu Herjólfs og í afgreiðslu Herjólfs í Vestmannaeyjum,“ útskýrir Gunnlaugur. Siglingar Víkings eru samþættar við áætlun Strætó á Suðurlandi, tvær ferðir á dag ef aðstæður leyfa. Verðið á aðgöngumiðum í Víking er það sama og í Herjólf en Víkingur er í um 40 til 50 mínútur að sigla á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Víkingur ristir töluvert minna en Herjólfur og er því hentugri fyrir Landeyjahöfn yfir vetrartímann þegar dýpi er takmarkandi en hins vegar getur Víkingur ekki siglt ef ölduhæðin fer yfir 2,4 metra. „Ölduhæðin er þó bara fyrsta hindrunin, það er margt sem spilar inn í. Ef fólk á miða í Víking og ferð fellur niður vegna ófærðar fær fólk miðann endurgreiddan eða það getur flutt sig í ferð Herjólfs til Þorlákshafnar þannig að það verður ekki strandaglópar.“Gunnlaugur Grettisson rekstrarstjóri Herjólfs.Mynd/Óskar Pétur FriðrikssonHerjólfur tekur 390 farþega yfir vetrartímann en Víkingur einungis 63 farþega. Þá tekur Víkingur ekki bifreiðar. „Þetta er sannarlega fyrir fólk sem er að skjótast á milli, það er einnig verið svara þeirri þörf sem Bakkaflug þjónaði hér áður fyrr. Það voru tugþúsundir manna sem flugu á milli Bakka og Eyja og skyldu bíla sína eftir,“ bætir Gunnlaugur við. Herjólfur mun áfram sigla tvær ferðir á dag til Þorlákshafnar. Víkingur mun sigla tvær ferðir á dag, frá Vestmannaeyjum klukkan 8.30 og 17.30 og frá Landeyjahöfn klukkan 10 og 19. „Gert er ráð fyrir að Herjólfur geti hafið sigilingar til Landeyjahafnar um miðjan marsmánuð þannig að þetta verkefni er stillt af miðað við það.“
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira