Fatamerkið Jör stefnir til útlanda Marín Manda skrifar 11. mars 2014 13:00 Guðmundur tekur þátt í Copenhagen Fashion Summit. Guðmundur Jörundsson er eini Íslendingurinn sem tekur þátt í Copenhagen Fashion Summit en Mary krónprinsessa er meðal fyrirlesara viðburðarins. „Það var haft samband við okkur í haust og okkur boðið að taka þátt í þessari áhugaverðu ráðstefnu varðandi sjálfbæran fatnað og lífræn efni. Ég hafði ekki almennilega kynnt mér þetta áður og komst að því að þetta er miklu stærra en ég gerði mér grein fyrir. Þetta gæti því orðið fín kynning fyrir okkur og það er gaman að vinna að nýju verkefni eftir RFF,“ segir Guðmundur Jörundsson fatahönnuður þegar hann er spurður út í Copenhagen Fashion Summit sem er einn stærsti viðburður heims er varðar sjáfbærni í tískuheiminum. Ellefu merki sýna fatnað gerðan úr sjálfbærum textílefnum á sýningu sem fer fram 24. apríl í Óperuhúsinu í Kaupmannhöfn. Jör er eini íslenski fatahönnuðurinn sem hefur verið boðið að taka þátt í sýningunni og segir hann það vera mikinn heiður. Meðal fyrirlesara tískuráðstefnunnar er Mary krónprinsessa og Connie Nielsen, Hollywood-leikkona og aðrir hönnuðir eru Filippa K, Designers Remix, Marimekko, David Andersen, Gudrun & Gudrun, Ivana Helsinki, The Local Firm, Nina Skarra, Leila Hafzi og Barbara I Gongini. Fram undan eru fleiri spennandi verkefni hjá Guðmundi Jörundssyni en hann mun einnig taka þátt í innsetningu á Nordic Fashion Biennale í Frankfurt í mars. RFF Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Guðmundur Jörundsson er eini Íslendingurinn sem tekur þátt í Copenhagen Fashion Summit en Mary krónprinsessa er meðal fyrirlesara viðburðarins. „Það var haft samband við okkur í haust og okkur boðið að taka þátt í þessari áhugaverðu ráðstefnu varðandi sjálfbæran fatnað og lífræn efni. Ég hafði ekki almennilega kynnt mér þetta áður og komst að því að þetta er miklu stærra en ég gerði mér grein fyrir. Þetta gæti því orðið fín kynning fyrir okkur og það er gaman að vinna að nýju verkefni eftir RFF,“ segir Guðmundur Jörundsson fatahönnuður þegar hann er spurður út í Copenhagen Fashion Summit sem er einn stærsti viðburður heims er varðar sjáfbærni í tískuheiminum. Ellefu merki sýna fatnað gerðan úr sjálfbærum textílefnum á sýningu sem fer fram 24. apríl í Óperuhúsinu í Kaupmannhöfn. Jör er eini íslenski fatahönnuðurinn sem hefur verið boðið að taka þátt í sýningunni og segir hann það vera mikinn heiður. Meðal fyrirlesara tískuráðstefnunnar er Mary krónprinsessa og Connie Nielsen, Hollywood-leikkona og aðrir hönnuðir eru Filippa K, Designers Remix, Marimekko, David Andersen, Gudrun & Gudrun, Ivana Helsinki, The Local Firm, Nina Skarra, Leila Hafzi og Barbara I Gongini. Fram undan eru fleiri spennandi verkefni hjá Guðmundi Jörundssyni en hann mun einnig taka þátt í innsetningu á Nordic Fashion Biennale í Frankfurt í mars.
RFF Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira