„Býst við að þetta sé alvarlega veikur einstaklingur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. mars 2014 10:47 Grétar með hryssuna sína, Sól. vísir/stefán „Verðum við ekki bara öll að reyna að standa saman, hafa augun ennþá meira opin og fylgjast með í kringum okkur?“ segir Grétar Hallur Þórisson, eigandi hryssunnar sem var misþyrmt um helgina í viðtali við Harmageddon.Grétar kom að hryssu sinni liggjandi úti í haga um helgina og sá fyrir tilviljun blóðtauma á innanverðu læri hennar. „Ég gekk þarna út í haga eins og ég geri gjarnan og það var tóm tilvijun að ég sé þetta. Það er nú ekki eins og maður gangi um hagana daglega og lyfti taglinu á hrossunum.“Skurður hryssunnar.vísir/aðsendMerin er fylfull og hélt Grétar að hún hefði látið folaldið. Við nánari athugun sá hann að blóðið kom úr skurði á kynfærum hryssunnar. Grétar gekk um svæðið og athugaði hvort hún hefði einhvers staðar getað rispað sig en ekkert benti þó til þess. Hann tók mynd af sári hryssunnar, sem er 5 sentimetra langt og sentimetra djúpt, og bendir allt til þess að skurðurinn sé af mannavöldum. Grétar gerir ráð fyrir því að þetta hafi verið gert í skjóli nætur því hann hafði ekki orðið var við neinar mannaferðir. „Sem betur fer kannast ég ekki við þessar kenndir og skil auðvitað ekkert í því. En ég bara býst við því að þetta sé alvarlega veikur einstaklingur. Geri ekki ráð fyrir að heilbrigt fólk bara geti gert svona.“ „Manni finnst þetta rosalega óhuggulegt og ég get ekki ímyndað mér hvað maður myndi segja eða gera ef maður myndi standa einhvern af verki.“ Merinni líður vel og grær sár hennar fljótt og örugglega. Hún er á húsi en fer aftur á haga á næstu dögum. Tengdar fréttir Önnur hryssa með skurði á kynfærum Nýtt mál er komið upp þar sem skurðir fundust á kynfærum hryssu. Talið er að áverkarnir séu af mannavöldum. Málið var kært til lögreglunnar á Sauðárkróki fyrr í þessum mánuði en lögreglan á Egilsstöðum hefur svipað mál til rannsóknar. Hjá lögreglunni á Sauðárkróki fengust engar upplýsingar um stöðu málsins aðrar en þær að það væri til rannsóknar. Þannig fékkst því ekki svarað hvort einhver liggur undir grun eða hvort málin eru talin tengjast. Þrjár hryssur á Norðurlandi fundust í byrjun mánaðarins með skurði sem taldir eru af mannavöldum. Tvær þeirra voru með skurði á snoppu en ein var með skurði á kynfærum og í skeið. Eigandi hrossanna hafði strax samband við dýralækni sem eftir skoðun komst að þeirri niðurstöðu að hryssurnar hefðu ekki getað veitt sér áverkana sjálfar, og því er talið um mannanna verk að ræða. Hryssurnar fengu skjótt viðeigandi aðhlynningu og voru sár farin að gróa eftir örfáa daga. Þeir sem þekkja til málsins segja það afar óhuggulegt, sér í lagi í ljósi þess að svipað mál kom upp í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum fyrir rúmum mánuði. Þá fann hestamaður tvo skurði á kynfærum hryssu þegar hann var í útreiðatúr og sá blæða úr hryssunni. Dýralæknir var kallaður til og málið kært til lögreglu, en fljótt vaknaði grunur um að um svokallaðan "hestaripper" væri að ræða, dýraníðing sem nýtur þess að misþyrma hrossum. Heitið hestaripper er dregið af nafni breska fjöldamorðingjans Jack the Ripper, betur þekktur hér á Íslandi sem Kobbi kviðrista. 24. júní 2011 11:12 Hryssu misþyrmt á kynfærum Dýralæknir segir málinu svipa til ódæðisverka sem framin voru víða um land árið 2011 þegar fjölda hrossa var misþyrmt. 10. mars 2014 13:04 „Maður veit ekki hvað þeim mun detta í hug næst“ Eigandi hryssunnar segir erfitt að hugsa til þess að fólk með kenndir sem þessar skuli ganga um laust og vonar að gerandinn finnist. 10. mars 2014 13:59 Hryssur stórslasaðar eftir meintan níðing Hryssa fannst sárkvalin og blæðandi, með illa útleikin kynfæri, í girðingu í Kjós um síðustu helgi. Hún hefur verið til aðhlynningar á Dýraspítalanum í Víðidal undanfarna daga. Önnur hryssa í sömu girðingu hafði áður verið færð undir læknishendur af sömu ástæðu. Eigendur hryssanna hafa kært athæfið til lögreglu. 17. september 2011 06:00 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
„Verðum við ekki bara öll að reyna að standa saman, hafa augun ennþá meira opin og fylgjast með í kringum okkur?“ segir Grétar Hallur Þórisson, eigandi hryssunnar sem var misþyrmt um helgina í viðtali við Harmageddon.Grétar kom að hryssu sinni liggjandi úti í haga um helgina og sá fyrir tilviljun blóðtauma á innanverðu læri hennar. „Ég gekk þarna út í haga eins og ég geri gjarnan og það var tóm tilvijun að ég sé þetta. Það er nú ekki eins og maður gangi um hagana daglega og lyfti taglinu á hrossunum.“Skurður hryssunnar.vísir/aðsendMerin er fylfull og hélt Grétar að hún hefði látið folaldið. Við nánari athugun sá hann að blóðið kom úr skurði á kynfærum hryssunnar. Grétar gekk um svæðið og athugaði hvort hún hefði einhvers staðar getað rispað sig en ekkert benti þó til þess. Hann tók mynd af sári hryssunnar, sem er 5 sentimetra langt og sentimetra djúpt, og bendir allt til þess að skurðurinn sé af mannavöldum. Grétar gerir ráð fyrir því að þetta hafi verið gert í skjóli nætur því hann hafði ekki orðið var við neinar mannaferðir. „Sem betur fer kannast ég ekki við þessar kenndir og skil auðvitað ekkert í því. En ég bara býst við því að þetta sé alvarlega veikur einstaklingur. Geri ekki ráð fyrir að heilbrigt fólk bara geti gert svona.“ „Manni finnst þetta rosalega óhuggulegt og ég get ekki ímyndað mér hvað maður myndi segja eða gera ef maður myndi standa einhvern af verki.“ Merinni líður vel og grær sár hennar fljótt og örugglega. Hún er á húsi en fer aftur á haga á næstu dögum.
Tengdar fréttir Önnur hryssa með skurði á kynfærum Nýtt mál er komið upp þar sem skurðir fundust á kynfærum hryssu. Talið er að áverkarnir séu af mannavöldum. Málið var kært til lögreglunnar á Sauðárkróki fyrr í þessum mánuði en lögreglan á Egilsstöðum hefur svipað mál til rannsóknar. Hjá lögreglunni á Sauðárkróki fengust engar upplýsingar um stöðu málsins aðrar en þær að það væri til rannsóknar. Þannig fékkst því ekki svarað hvort einhver liggur undir grun eða hvort málin eru talin tengjast. Þrjár hryssur á Norðurlandi fundust í byrjun mánaðarins með skurði sem taldir eru af mannavöldum. Tvær þeirra voru með skurði á snoppu en ein var með skurði á kynfærum og í skeið. Eigandi hrossanna hafði strax samband við dýralækni sem eftir skoðun komst að þeirri niðurstöðu að hryssurnar hefðu ekki getað veitt sér áverkana sjálfar, og því er talið um mannanna verk að ræða. Hryssurnar fengu skjótt viðeigandi aðhlynningu og voru sár farin að gróa eftir örfáa daga. Þeir sem þekkja til málsins segja það afar óhuggulegt, sér í lagi í ljósi þess að svipað mál kom upp í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum fyrir rúmum mánuði. Þá fann hestamaður tvo skurði á kynfærum hryssu þegar hann var í útreiðatúr og sá blæða úr hryssunni. Dýralæknir var kallaður til og málið kært til lögreglu, en fljótt vaknaði grunur um að um svokallaðan "hestaripper" væri að ræða, dýraníðing sem nýtur þess að misþyrma hrossum. Heitið hestaripper er dregið af nafni breska fjöldamorðingjans Jack the Ripper, betur þekktur hér á Íslandi sem Kobbi kviðrista. 24. júní 2011 11:12 Hryssu misþyrmt á kynfærum Dýralæknir segir málinu svipa til ódæðisverka sem framin voru víða um land árið 2011 þegar fjölda hrossa var misþyrmt. 10. mars 2014 13:04 „Maður veit ekki hvað þeim mun detta í hug næst“ Eigandi hryssunnar segir erfitt að hugsa til þess að fólk með kenndir sem þessar skuli ganga um laust og vonar að gerandinn finnist. 10. mars 2014 13:59 Hryssur stórslasaðar eftir meintan níðing Hryssa fannst sárkvalin og blæðandi, með illa útleikin kynfæri, í girðingu í Kjós um síðustu helgi. Hún hefur verið til aðhlynningar á Dýraspítalanum í Víðidal undanfarna daga. Önnur hryssa í sömu girðingu hafði áður verið færð undir læknishendur af sömu ástæðu. Eigendur hryssanna hafa kært athæfið til lögreglu. 17. september 2011 06:00 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Önnur hryssa með skurði á kynfærum Nýtt mál er komið upp þar sem skurðir fundust á kynfærum hryssu. Talið er að áverkarnir séu af mannavöldum. Málið var kært til lögreglunnar á Sauðárkróki fyrr í þessum mánuði en lögreglan á Egilsstöðum hefur svipað mál til rannsóknar. Hjá lögreglunni á Sauðárkróki fengust engar upplýsingar um stöðu málsins aðrar en þær að það væri til rannsóknar. Þannig fékkst því ekki svarað hvort einhver liggur undir grun eða hvort málin eru talin tengjast. Þrjár hryssur á Norðurlandi fundust í byrjun mánaðarins með skurði sem taldir eru af mannavöldum. Tvær þeirra voru með skurði á snoppu en ein var með skurði á kynfærum og í skeið. Eigandi hrossanna hafði strax samband við dýralækni sem eftir skoðun komst að þeirri niðurstöðu að hryssurnar hefðu ekki getað veitt sér áverkana sjálfar, og því er talið um mannanna verk að ræða. Hryssurnar fengu skjótt viðeigandi aðhlynningu og voru sár farin að gróa eftir örfáa daga. Þeir sem þekkja til málsins segja það afar óhuggulegt, sér í lagi í ljósi þess að svipað mál kom upp í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum fyrir rúmum mánuði. Þá fann hestamaður tvo skurði á kynfærum hryssu þegar hann var í útreiðatúr og sá blæða úr hryssunni. Dýralæknir var kallaður til og málið kært til lögreglu, en fljótt vaknaði grunur um að um svokallaðan "hestaripper" væri að ræða, dýraníðing sem nýtur þess að misþyrma hrossum. Heitið hestaripper er dregið af nafni breska fjöldamorðingjans Jack the Ripper, betur þekktur hér á Íslandi sem Kobbi kviðrista. 24. júní 2011 11:12
Hryssu misþyrmt á kynfærum Dýralæknir segir málinu svipa til ódæðisverka sem framin voru víða um land árið 2011 þegar fjölda hrossa var misþyrmt. 10. mars 2014 13:04
„Maður veit ekki hvað þeim mun detta í hug næst“ Eigandi hryssunnar segir erfitt að hugsa til þess að fólk með kenndir sem þessar skuli ganga um laust og vonar að gerandinn finnist. 10. mars 2014 13:59
Hryssur stórslasaðar eftir meintan níðing Hryssa fannst sárkvalin og blæðandi, með illa útleikin kynfæri, í girðingu í Kjós um síðustu helgi. Hún hefur verið til aðhlynningar á Dýraspítalanum í Víðidal undanfarna daga. Önnur hryssa í sömu girðingu hafði áður verið færð undir læknishendur af sömu ástæðu. Eigendur hryssanna hafa kært athæfið til lögreglu. 17. september 2011 06:00