Innlent

Pikkfastur og ósáttur á Öxnadalsheiði

Gissur Sigurðsson skrifar
Maðurinn vildi helst ekki taka mark á tilmælum lögreglu.
Maðurinn vildi helst ekki taka mark á tilmælum lögreglu. Vilhelm
Björgunarsveit var kölluð út í nótt til að sækja mann upp á Öxnadalsheiði, en hún er ófær.

Þegar Lögreglan á Akureyri sagði honum að bíða í bílnum þar til Vegagerðarmenn kæmu á heiðina undir morgun, sagðist hann vera lagður af stað fótgangandi, en tugir kílómetra eru frá staðnum þar sem bíllinn festist og til Akureyrar. Hann þvertók fyrir að snúa við að bílnum, og voru björgunarmenn þá sendir eftir honum til öryggis og komu þeir með hann til Akureyrar undir morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×