Innlent

Góðar fréttir að fá á föstudegi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Björt framtíð nær samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, ekki að halda því mikla fylgi sem Besti flokkurinn undir forystu Jóns Gnarr sópaði að sér í síðustu kosningum. Þó er flokkurinn, sem er arftaki Besta flokksins í Reykjavík, áfram stærstur í borginni með 28,3 prósenta fylgi og fimm borgarfulltrúa samkvæmt könnuninni.

Björn Blöndal hjá Bjartri framtíð segir gaman að fá svona fréttir á föstudegi. „Það er mjög gaman að þessu fyrir okkur. Við höfum haft þá tilfinningu að það sé stemning fyrir því sem við erum að bjóða fram og með einni undantekningu hefur það virst vera þannig í könnunum.“

„Við erum líka alveg til í meira ef það er í boði. Við víkjumst ekki undan ábyrgð,“ segir Björn.


Tengdar fréttir

Þriðjungi færri styðja Sjálfstæðisflokkinn í borginni

Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík er nærri þriðjungi minni nú en í sveitarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Samfylkingin sækir í sig veðrið í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×