Innlent

Opið hús í nýrri Hrafnistu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nesvellir í Reykjanesbæ.
Nesvellir í Reykjanesbæ. Mynd/Aðsend
Hrafnista tekur í dag, föstudag, við rekstri á nýju hjúkrunarheimili fyrir sextíu íbúa sem Reykjanesbær hefur byggt á Nesvöllum.

Vígsluathöfn hefst kl. 14 að viðstöddum heilbrigðisráðherra, fulltrúum Reykjanesbæjar og annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum, tilvonandi íbúum, starfsfólki og ýmsum öðrum gestum. Íbúum Suðurnesja er boðið sérstaklega í opið hús síðdegis, milli kl. 16 og 18.

Reykjanesbær samdi fyrr á árinu við Sjómannadagsráð, eiganda Hrafnistuheimilanna um rekstur nýja hjúkrunarheimilisins á Nesvöllum auk Hlévangs, sem er eldra hjúkrunarheimili fyrir þrjátíu íbúa, en Hrafnista tók við rekstri þess 1. mars síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×