„Þetta er ekki sældarlíf í Noregi" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. mars 2014 15:04 Baldur segir alla starfsmenn fyrirtæksins sitja við sama borð; enginn fái laun Vísir/Aðsent „Þetta er ekki sældarlíf í Noregi,“ segir Baldur Hjörleifsson, sem hefur unnið fyrir norska rútufyrirtækið Flybussen Bergen frá því í apríl 2012. Baldur starfar þar ásamt fimm öðrum Íslendingum og hafa þeir ekki fengið laun síðan um áramót. „Við erum eignlega fastir í kerfinu. Við erum á uppsagnarfresti, en fáum engin laun. Það er verið að berjast fyrir því að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti og þar til sá úrskurður liggur fyrir fáum við ekkert úr tryggingasjóði. Við þurfum meira að segja að bíða í tvo mánuði eftir útborgun úr sjóðnum, eftir að fyrirtækið verður lýst gjaldþrota,“ útskýrir Baldur. „Við höngum heima aðgerðarlausir, og erum án tekna. Ef við förum frá Noregi þá töpum við öllum þeim launum sem við eigum útistandandi. Við fáum enga hjálp frá kerfinu, okkur er sagt að ganga á spariféð okkar eða selja eigur til að eiga fyrir mat,“ segir Baldur sem fylgist vel með fréttaflutningi af málinu.Neitað um starfsleyfi Baldur flutti til Noregs og fékk vinnu hjá fyrirtækinu í apríl 2012. Fyrirtækið einbeitti sér að fólksflutningum frá Flesland-flugvelli til Bergen. „Í fyrstu vorum við með smárútur en markmiðið var að stækka reksturinn. Keyptar voru fjórar stærri rútur. Þegar þær voru keyptar fékkst ekki tilskylt starfsleyfi til þess að vera með rekstur á flugvellinum. Það var mikið reiðarslag fyrir fyrirtækið og gerði reksturinn erfiðan,“ segir Baldur.Baldur hefur keyrt rútu sem þessa í vel á annað ár.Eiga mikið inni Baldur segir reksturinn hafa gengið erfiðlega og launin ekki alltaf skilað sér á réttum tíma. „Stundum komu þau þremur dögum of seint. En svo eftir áramót hættu allar greiðslur að berast, nema einn okkar fékk 990 norskar krónur. Eigandi fyrirtækisins skuldar okkur laun og hefur meira að segja tekið orlofið okkar og notað það í rekstur fyrirtækisins. Ofan á þetta bætist ellilífeyrir sem hann skuldar líka.“ Og hluti peninganna mun ekki verða innheimtur, segir Baldur. „Nei, það er þak á tryggingasjóði launamanna hérna. Skuldin er hærri en þakið, þannig að það er útséð að við munum tapa peningum.“ Og ólíklegt sé að eitthvað fáist úr þrotabúi fyrirtækisins. „Rúturnar eru allar á lánum og það er enginn peningur til í fyrirtækinu. Það verður ekkert í þrotabúinu nema einhverjar miðasöluvélar sem eru eiginlega verðlausar.“Allt tekur sinn tíma Baldur of félagar eru í algjörri biðstöðu. Þeir fá ekki atvinnuleysisbætur fyrr en uppsagnarfrestinum lýkur. „Og ef maður flytur heim hefur maður engin réttindi heldur. Við erum í vandræðum með að borga húsaleiguna, því við erum algjörlega tekjulausir.“ Baldur segir alla starfsmenn fyrirtæksins sitja við sama borð; enginn fái laun. Ekki sé hægt að borga neinum. Eigandinn neiti að lýsa yfir gjaldþroti, hann bíði eftir úrskurði samgöngumálayfirvalda sem fjalli um hvort að starfsleyfi fáist til fólksflutninga frá flugvellinum.Hanga heima og vona „Við höngum bara heima og höldum í vonina að við fáum einhvern pening. En maður er farinn að örvænta. Það liggur við að maður þurfi að fara heim í fangið til mömmu og pabba,“ segir Baldur. Hann býr ásamt einum vinnufélaga sínum, þeir leigja íbúð. Þeir búast við því að lýst verði yfir gjaldþroti innan skamms og þá komast þeirra mál í ferli.Snýst um samkeppnisaðila Blaðamaður hafði samband við Flybuss Bergen. Þar svaraði starfsmaður sem sagðist mæta í vinnu launalaust, hann sagðist vilja berjast fyrir réttlæti. Hann sagði samkeppnisaðila vera að reyna að nýta sér tengsl til þess að gera út um fyrirtækið. „Ég er viss um að þessu verði bjargað. Ég ætla að berjast. Ef starfsleyfið fæst er ég viss um að einhverjir bankar vilji lána fyrirtækinu peninga svo hægt sé að borga okkur laun,“ sagði starfsmaðurinn. Hann kemur frá Portúgal og sagðist ekki hafa búist við því að sjá svona óréttlæti. „Þetta er ekki í samræmi við þá mynd sem ég hafði af Noregi. Ég bjóst ekki við því að fyrirtæki gæti nýtt sér tengsl á þennan hátt. En svona er þetta. Þetta er ekki sá Noregur sem maður hafði ímyndað sér.“ Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
„Þetta er ekki sældarlíf í Noregi,“ segir Baldur Hjörleifsson, sem hefur unnið fyrir norska rútufyrirtækið Flybussen Bergen frá því í apríl 2012. Baldur starfar þar ásamt fimm öðrum Íslendingum og hafa þeir ekki fengið laun síðan um áramót. „Við erum eignlega fastir í kerfinu. Við erum á uppsagnarfresti, en fáum engin laun. Það er verið að berjast fyrir því að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti og þar til sá úrskurður liggur fyrir fáum við ekkert úr tryggingasjóði. Við þurfum meira að segja að bíða í tvo mánuði eftir útborgun úr sjóðnum, eftir að fyrirtækið verður lýst gjaldþrota,“ útskýrir Baldur. „Við höngum heima aðgerðarlausir, og erum án tekna. Ef við förum frá Noregi þá töpum við öllum þeim launum sem við eigum útistandandi. Við fáum enga hjálp frá kerfinu, okkur er sagt að ganga á spariféð okkar eða selja eigur til að eiga fyrir mat,“ segir Baldur sem fylgist vel með fréttaflutningi af málinu.Neitað um starfsleyfi Baldur flutti til Noregs og fékk vinnu hjá fyrirtækinu í apríl 2012. Fyrirtækið einbeitti sér að fólksflutningum frá Flesland-flugvelli til Bergen. „Í fyrstu vorum við með smárútur en markmiðið var að stækka reksturinn. Keyptar voru fjórar stærri rútur. Þegar þær voru keyptar fékkst ekki tilskylt starfsleyfi til þess að vera með rekstur á flugvellinum. Það var mikið reiðarslag fyrir fyrirtækið og gerði reksturinn erfiðan,“ segir Baldur.Baldur hefur keyrt rútu sem þessa í vel á annað ár.Eiga mikið inni Baldur segir reksturinn hafa gengið erfiðlega og launin ekki alltaf skilað sér á réttum tíma. „Stundum komu þau þremur dögum of seint. En svo eftir áramót hættu allar greiðslur að berast, nema einn okkar fékk 990 norskar krónur. Eigandi fyrirtækisins skuldar okkur laun og hefur meira að segja tekið orlofið okkar og notað það í rekstur fyrirtækisins. Ofan á þetta bætist ellilífeyrir sem hann skuldar líka.“ Og hluti peninganna mun ekki verða innheimtur, segir Baldur. „Nei, það er þak á tryggingasjóði launamanna hérna. Skuldin er hærri en þakið, þannig að það er útséð að við munum tapa peningum.“ Og ólíklegt sé að eitthvað fáist úr þrotabúi fyrirtækisins. „Rúturnar eru allar á lánum og það er enginn peningur til í fyrirtækinu. Það verður ekkert í þrotabúinu nema einhverjar miðasöluvélar sem eru eiginlega verðlausar.“Allt tekur sinn tíma Baldur of félagar eru í algjörri biðstöðu. Þeir fá ekki atvinnuleysisbætur fyrr en uppsagnarfrestinum lýkur. „Og ef maður flytur heim hefur maður engin réttindi heldur. Við erum í vandræðum með að borga húsaleiguna, því við erum algjörlega tekjulausir.“ Baldur segir alla starfsmenn fyrirtæksins sitja við sama borð; enginn fái laun. Ekki sé hægt að borga neinum. Eigandinn neiti að lýsa yfir gjaldþroti, hann bíði eftir úrskurði samgöngumálayfirvalda sem fjalli um hvort að starfsleyfi fáist til fólksflutninga frá flugvellinum.Hanga heima og vona „Við höngum bara heima og höldum í vonina að við fáum einhvern pening. En maður er farinn að örvænta. Það liggur við að maður þurfi að fara heim í fangið til mömmu og pabba,“ segir Baldur. Hann býr ásamt einum vinnufélaga sínum, þeir leigja íbúð. Þeir búast við því að lýst verði yfir gjaldþroti innan skamms og þá komast þeirra mál í ferli.Snýst um samkeppnisaðila Blaðamaður hafði samband við Flybuss Bergen. Þar svaraði starfsmaður sem sagðist mæta í vinnu launalaust, hann sagðist vilja berjast fyrir réttlæti. Hann sagði samkeppnisaðila vera að reyna að nýta sér tengsl til þess að gera út um fyrirtækið. „Ég er viss um að þessu verði bjargað. Ég ætla að berjast. Ef starfsleyfið fæst er ég viss um að einhverjir bankar vilji lána fyrirtækinu peninga svo hægt sé að borga okkur laun,“ sagði starfsmaðurinn. Hann kemur frá Portúgal og sagðist ekki hafa búist við því að sjá svona óréttlæti. „Þetta er ekki í samræmi við þá mynd sem ég hafði af Noregi. Ég bjóst ekki við því að fyrirtæki gæti nýtt sér tengsl á þennan hátt. En svona er þetta. Þetta er ekki sá Noregur sem maður hafði ímyndað sér.“
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira