Innlent

Gríðarlegir kuldar í Bandaríkjunum

Frá Missouri í Bandaríkjunum.
Frá Missouri í Bandaríkjunum. MYND/AP
Ekkert lát virðist vera á kuldakastinu sem gengið hefur yfir norðausturhluta Bandaríkjanna og Kanada síðustu daga og víða mældist allt að sextíu sentimetra jafnfallinn snjór í nótt.

Sextán dauðsföll hið minnsta hafa verið rakin til veðursins og um helgina þurfti að aflýsa tæplega fjögur þúsund flugferðum. Skólar í Chicago verða flestir hverjir lokaðir í dag og þar í borg hvetja yfirvöld fólk til að vera heima hjá sér.

Veðurfræðingar spá enn meiri kuldum á næstu dögum og óttast er að frostið gæti farið niður í fimmtíu og eina gráðu, ef vindkæling er talin með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×