Innlent

Menntamálaráðuneytið hefur greitt fjórtán milljónir í ráðgjöf

Snærós Sindradóttir skrifar
Menntamálaráðuneytið leitar sér ráðgjafar vegna ýmissa ólíkra verkefna.
Menntamálaráðuneytið leitar sér ráðgjafar vegna ýmissa ólíkra verkefna. VÍSIR/GVA
Menntamálaráðuneytið greiddi tæpar fjórtán milljónir í ráðgjafarþjónustu frá 1. júlí 2013 til 15. mars 2014. Upphæðin dreifðist á nítján aðila.

Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur um kostnað ráðuneytisins vegna ráðgjafarþjónustu.

Hæstu upphæðina fær Gát sf. eða samtals 2,4 milljónir fyrir tvær úttektir, á Flensborgarskóla annars vegar og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hins vegar.

Ráðgjafarfyrirtækið Hagvangur hlaut tæpar 800 þúsund krónur vegna aðstoðar við ráðningu framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna, Hrafnhildar Ástu Þorvaldsdóttur.

Háskóli Íslands fékk 600 þúsund krónur vegna úttektar á þekkingu framhaldsskólanema á starfi leikskólakennara. Niðurstöður þeirrar rannsóknar sýna meðal annars að framhaldsskólanemar telja laun leikskólakennara lægri en þau í raun eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×