Innlent

Sundabraut er forgangsverkefni

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir samgönguráðherra telur að Sundabraut eigi að vera í forgangi þegar kemur að því að velja samgöngumannvirki sem henta í einkaframkvæmd.

Þetta kom fram á Alþingi í umræðum um Vegaáætlun til næstu fjögurra ára.

Ráðherra kvaðst hafa rætt lagningu nýrrar Sundabrautar við borgaryfirvöld í Reykjavík og hefðu þau sýnt mikinn áhuga á að koma að lagningu brautarinnar.



„Ég hef skipað starfshóp til að halda utan um það verkefni að leita leiða til þess að innleiða auknar framkvæmdir í samgöngumálum með aðkomu einkaaðila,“ sagði Hanna Birna í umræðunum.

Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingar, spurði samgönguráðherrann út í málið og vildi fá að vita hvort Hanna Birna sæi fyrir sér að gjöld yrðu tekin vegna samgöngumannvirkja sem væru fjármögnuð af einkaaðilum.

Hanna Birna kvað já við því en sagði jafnframt að það yrði að vera hóflegt og sanngjarnt. Almenningur yrði alltaf að hafa val um að aka aðra leið en þá sem gjald væri tekið fyrir. - 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×