Tóneyrað angrar ekki lengur Ugla Egilsdóttir skrifar 15. janúar 2014 10:30 Jónas Örn Helgason vann spurningakeppnina Meistarann og keppti í Gettu betur. fréttablaðið/GVA Jónas Örn Helgason tilheyrir þeim fámenna hópi fólks sem hefur svokallað fullkomið tóneyra. „Þegar ég heyri einhvern tón þá veit ég hvað tónninn heitir. Ég heyri sérstakan blæ í hverjum tóni fyrir sig. C hefur bjartari blæ en Dís. Það eru tólf tónar í áttund svo það eru tólf mismunandi blæir. Ég heyri samt ekki muninn á einstrikuðu C og tvístrikuðu, það er sami blærinn.“ Jónas Örn keppti í Gettu betur á menntaskólaárunum. „Ég man að ég heyrði Gettu betur spurningu, ég var reyndar ekki þátttakandi í það skiptið, en spurningin var: „Í hvaða tónhæð er sónninn á símanum.“ Þá vissi ég alveg svarið, án þess að nokkur hefði sagt mér það.“ Fullkomið tóneyra er frábrugðið afstæðu tóneyra. Markmið tónheyrnarkennslu í tónlistarskólum er að þjálfa afstætt tóneyra, það er að segja getuna til að þekkja tónbil, en ekki fullkomið tóneyra, sem gerir fólki kleift að þekkja tóna án þess að hafa annan tón til viðmiðunar. „Ég les nótur aðeins öðruvísi en ég myndi gera án þessa,“ segir Jónas Örn. „Ég heyri það sem ég les inni í mér í réttri tónhæð. Þegar ég heyri lag sungið í annarri tóntegund þá er það „vitlaust“ í mínum eyrum þegar ég er að lesa það í réttu tóntegundinni. Maður heyrir alveg ef fólk er búið að breyta tóntegund í einhverju lagi. Ég var einu sinni í kór, og þá angraði þetta mig stundum.“ Jónas segir að fullkomið tóneyra sé ekki einungis til hægðarauka. „Þetta gerir mann ekkert að tónskáldi og hefur kannski minni áhrif á sköpunargáfuna en maður myndi halda. Þetta gerir mér erfiðara fyrir að spinna við laglínur, og líka að tónflytja lög.“ Jónas Örn lærði á fiðlu þegar hann var lítill og uppgötvaði að hann var óvenjulega fljótur að ná laglínum. „Sumir virðast geta þjálfað þetta með sér. Það lýsir sér oft aðeins öðruvísi en hjá mér. Mér skilst að þeir heyri annan tón inni í sér sem þeir hafa til viðmiðunar. Mér finnst aftur á móti eins þetta hafi alltaf hafa verið hluti af minni heyrn.“ Ólíkt mörgum öðrum sem eru með fullkomið tóneyra er Jónas Örn ekki tónlistarmaður. „Ég er bara áhugamaður. Margir aðrir eru að vinna við tónlist. Ég var mikið að læra á hljóðfæri en nennti aldrei að læra tónfræði af því að mér fannst hún ekki skemmtileg.“ Tónar eru ekki bara í tónlist, heldur líka í umhverfinu. Sumir með fullkomið tóneyra geta greint tónhæð í suði ísskápa og fleira. „Oft eru ótónar í umhverfinu, eins og í bílaumferð,“ segir Jónas Örn. „Maður heyrir ekki tónlist alls staðar. Stundum bara eitthvert ógreinilegt hljóð. Í gamla daga var ég oft að hlusta eftir tónum í umhverfi mínu en maður myndi örugglega missa vitið ef maður væri alltaf að pæla í þessu. Maður lærir að leiða þetta hjá sér. Þetta böggar mig ekki lengur.“Fullkomið tóneyra og afstætt tóneyra -Þeir sem hafa fullkomið tóneyra geta þekkt tónhæð án þess að fá annan tón til viðmiðunar. -Margir tónlistarmenn hafa gott afstætt tóneyra. Þeir geta greint tónbil, og fundið út tónhæð ef annar tónn er gefinn til viðmiðunar. -Fullkomið tóneyra er sambærilegt hæfileikanum til að þekkja liti, því að litasjón gengur út á að þekkja tíðni ljóss, og fullkomið tóneyra gengur út á að muna tíðni hljóðs. Flestir hafa litasjón, en fullkomið tóneyra er nokkuð sjaldgæft. -Fullkomið tóneyra er algengast hjá fólki sem hefur tónamál, eins og mandarín og víetnömsku, að móðurmáli. -Sumir með fullkomið tóneyra þekkja ekki aðeins tóna í tónlist, heldur líka í hljóði sem hlutir gefa frá sér. Þeir geta til dæmis greint tónhæð ísskápasuðs. -Wolfgang Amadeus Mozart var með fullkomið tóneyra, og einnig tónskáldin Camille Saint-Saëns og John Philip Sousa.Högni Egilsson.Mynd/ Christian Demare.Æfði sig þangað til hann lærði að þekkja tóninn aHögni Egilsson tónlistarmaður er frændi Jónasar Arnar og er með sum einkenni fullkomins tóneyra. „Mér finnst hálfasnalegt að vera að segja frá þessu. Ég er ekki beinlínis með það sem heitir fullkomið tóneyra, en ég þekki nokkra tóna og hljómliti og ég get fundið aðra tóna með því að miða út frá þeim. Ég veit alltaf hvaða tónn a er, og þegar ég heyri d-dúr þá þekki ég hann. Högni þjálfaði þetta upp hjá sér. „Ég æfði mig í því að þekkja tóninn a. Ég myndi tengja þetta við minni. Ég heyri fyrir mér hvernig lög eiga að hljóma og man hvernig hljómurinn heyrist. En þetta er ekki alltaf 100% rétt hjá mér. Þetta er ekki alveg absolút dæmi hjá mér. Ég þekki hins vegar krakka sem þekktu alla hljómliti bara frá byrjun. En það gæti líka verið að þau hafi bara æft sig svona mikið, æft þetta ómeðvitað þegar þau voru lítil. Joaquín Páll Palomares fiðluleikari er til að mynda með þetta.“ Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Jónas Örn Helgason tilheyrir þeim fámenna hópi fólks sem hefur svokallað fullkomið tóneyra. „Þegar ég heyri einhvern tón þá veit ég hvað tónninn heitir. Ég heyri sérstakan blæ í hverjum tóni fyrir sig. C hefur bjartari blæ en Dís. Það eru tólf tónar í áttund svo það eru tólf mismunandi blæir. Ég heyri samt ekki muninn á einstrikuðu C og tvístrikuðu, það er sami blærinn.“ Jónas Örn keppti í Gettu betur á menntaskólaárunum. „Ég man að ég heyrði Gettu betur spurningu, ég var reyndar ekki þátttakandi í það skiptið, en spurningin var: „Í hvaða tónhæð er sónninn á símanum.“ Þá vissi ég alveg svarið, án þess að nokkur hefði sagt mér það.“ Fullkomið tóneyra er frábrugðið afstæðu tóneyra. Markmið tónheyrnarkennslu í tónlistarskólum er að þjálfa afstætt tóneyra, það er að segja getuna til að þekkja tónbil, en ekki fullkomið tóneyra, sem gerir fólki kleift að þekkja tóna án þess að hafa annan tón til viðmiðunar. „Ég les nótur aðeins öðruvísi en ég myndi gera án þessa,“ segir Jónas Örn. „Ég heyri það sem ég les inni í mér í réttri tónhæð. Þegar ég heyri lag sungið í annarri tóntegund þá er það „vitlaust“ í mínum eyrum þegar ég er að lesa það í réttu tóntegundinni. Maður heyrir alveg ef fólk er búið að breyta tóntegund í einhverju lagi. Ég var einu sinni í kór, og þá angraði þetta mig stundum.“ Jónas segir að fullkomið tóneyra sé ekki einungis til hægðarauka. „Þetta gerir mann ekkert að tónskáldi og hefur kannski minni áhrif á sköpunargáfuna en maður myndi halda. Þetta gerir mér erfiðara fyrir að spinna við laglínur, og líka að tónflytja lög.“ Jónas Örn lærði á fiðlu þegar hann var lítill og uppgötvaði að hann var óvenjulega fljótur að ná laglínum. „Sumir virðast geta þjálfað þetta með sér. Það lýsir sér oft aðeins öðruvísi en hjá mér. Mér skilst að þeir heyri annan tón inni í sér sem þeir hafa til viðmiðunar. Mér finnst aftur á móti eins þetta hafi alltaf hafa verið hluti af minni heyrn.“ Ólíkt mörgum öðrum sem eru með fullkomið tóneyra er Jónas Örn ekki tónlistarmaður. „Ég er bara áhugamaður. Margir aðrir eru að vinna við tónlist. Ég var mikið að læra á hljóðfæri en nennti aldrei að læra tónfræði af því að mér fannst hún ekki skemmtileg.“ Tónar eru ekki bara í tónlist, heldur líka í umhverfinu. Sumir með fullkomið tóneyra geta greint tónhæð í suði ísskápa og fleira. „Oft eru ótónar í umhverfinu, eins og í bílaumferð,“ segir Jónas Örn. „Maður heyrir ekki tónlist alls staðar. Stundum bara eitthvert ógreinilegt hljóð. Í gamla daga var ég oft að hlusta eftir tónum í umhverfi mínu en maður myndi örugglega missa vitið ef maður væri alltaf að pæla í þessu. Maður lærir að leiða þetta hjá sér. Þetta böggar mig ekki lengur.“Fullkomið tóneyra og afstætt tóneyra -Þeir sem hafa fullkomið tóneyra geta þekkt tónhæð án þess að fá annan tón til viðmiðunar. -Margir tónlistarmenn hafa gott afstætt tóneyra. Þeir geta greint tónbil, og fundið út tónhæð ef annar tónn er gefinn til viðmiðunar. -Fullkomið tóneyra er sambærilegt hæfileikanum til að þekkja liti, því að litasjón gengur út á að þekkja tíðni ljóss, og fullkomið tóneyra gengur út á að muna tíðni hljóðs. Flestir hafa litasjón, en fullkomið tóneyra er nokkuð sjaldgæft. -Fullkomið tóneyra er algengast hjá fólki sem hefur tónamál, eins og mandarín og víetnömsku, að móðurmáli. -Sumir með fullkomið tóneyra þekkja ekki aðeins tóna í tónlist, heldur líka í hljóði sem hlutir gefa frá sér. Þeir geta til dæmis greint tónhæð ísskápasuðs. -Wolfgang Amadeus Mozart var með fullkomið tóneyra, og einnig tónskáldin Camille Saint-Saëns og John Philip Sousa.Högni Egilsson.Mynd/ Christian Demare.Æfði sig þangað til hann lærði að þekkja tóninn aHögni Egilsson tónlistarmaður er frændi Jónasar Arnar og er með sum einkenni fullkomins tóneyra. „Mér finnst hálfasnalegt að vera að segja frá þessu. Ég er ekki beinlínis með það sem heitir fullkomið tóneyra, en ég þekki nokkra tóna og hljómliti og ég get fundið aðra tóna með því að miða út frá þeim. Ég veit alltaf hvaða tónn a er, og þegar ég heyri d-dúr þá þekki ég hann. Högni þjálfaði þetta upp hjá sér. „Ég æfði mig í því að þekkja tóninn a. Ég myndi tengja þetta við minni. Ég heyri fyrir mér hvernig lög eiga að hljóma og man hvernig hljómurinn heyrist. En þetta er ekki alltaf 100% rétt hjá mér. Þetta er ekki alveg absolút dæmi hjá mér. Ég þekki hins vegar krakka sem þekktu alla hljómliti bara frá byrjun. En það gæti líka verið að þau hafi bara æft sig svona mikið, æft þetta ómeðvitað þegar þau voru lítil. Joaquín Páll Palomares fiðluleikari er til að mynda með þetta.“
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira