Joe Hart átti virkilega flottan leik fyrir enska landsliðið gegn Þjóðverjum í vikunni. Hann virðist vera að fá sjálfstraustið aftur.
Þrátt fyrir það verður hann líklega á bekknum er Man. City spilar gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Tottenham um helgina.
Costel Pantilimon hefur staðið á milli stanganna í síðustu leikjum og mun líklega gera það áfram.
"Ég get ekki endalaust svarað spurningum um Pantilimon og Hart. Þetta eru tveir frábærir markverðir. Nú er Pantilimon samt að spila þannig að Hart verður að bíða," sagði Manuel Pellegrini, stjóri City.
"Við sjáum hvað gerist í framtíðinni. Joe þufti á hvíld að halda og hana mun hann fá."
Hart verður áfram á bekknum

Mest lesið





Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag
Fótbolti

Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum
Íslenski boltinn

Óvissan tekur við hjá Hákoni
Enski boltinn

Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora
Íslenski boltinn