Leikmaður Aftureldingar kýldi dómarann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2013 22:33 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Aðsend Upp úr sauð í viðureign Aftureldingar og Stjörnunnar í Mikasa-deild karla í blaki í kvöld. Tveir úr liði Mosfellinga voru sendir í sturtu. Annar fyrir að slá dómarann. Samkvæmt heimildum Vísis átti dómari leiksins, sem ekki hefur mikla reynslu af dómgæslu í efstu deild, í töluverðu basli með að dæma leikinn. Voru fjölmargir dómar sem leikmenn beggja liða klóruðu sér í hausnum yfir. Stjarnan vann 26-24 sigur í fyrstu hrinu sem var æsispennandi en Afturelding svaraði með 25-18 sigri í næstu hrinu. Í þriðju hrinu sauð upp úr. Leikmaður Aftureldingar, Ismar að nafni, fékk aðvörun (rautt spjald) fyrir hávær mótmæli í garð dómarans í stöðunni 14-21 fyrir Stjörnuna. Voru heimamenn ósáttir við að dómari leiksins gaf Stjörnumönnum ítrekað kost á því að gefa upp án þess að Mosfellingar væru búnir að stilla upp. Áðurnefndur Ismar ítrekaði óánægju sína með dómgæsluna skömmu síðar og var sendur í sturtu (gult og rautt spjald). Heimamenn voru afar ósáttir og sauð á þeim.Úr leiknum í kvöld.Mynd/AðsendÞegar Stjörnuna vantaði eitt stig til að tryggja sér sigur gerðist annað umdeilt atvik. Stillt var upp í skell fyrir Ivo Bartkevics sem sló boltann beint í dómarann. Fékk Bartkevics aðvörun (rautt spjald) fyrir athæfið. Í leikhléi milli hrinanna tók steininn úr. Áðurnefndur Bartkevics sló þá dómarann af miklu afli með hnefanum í bringuna. Dómarinn hneig til jarðar og missti andann í skamma stund. Hann jafnaði sig þó og vísaði Bartkevics af velli sem brást afar illa við. Þrátt fyrir uppákomuna ákvað dómarinn að leik skildi fram haldið. Svo fór að Stjarnan hafði sigur í fjórðu og síðustu hrinunni 26-24 og þar með 3-1. Stigahæstur í liði Stjörnunnar var Benedikt Baldur Tryggvason með 11 stig og Róbert Karl Hlöðversson með 10 stig. Í liði Aftureldingar voru bræðurnir Hilmar Sigurjónsson og Jóhann Eiríksson með 15 stig hvor.Stjórn Blaksambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviksins. Íþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Upp úr sauð í viðureign Aftureldingar og Stjörnunnar í Mikasa-deild karla í blaki í kvöld. Tveir úr liði Mosfellinga voru sendir í sturtu. Annar fyrir að slá dómarann. Samkvæmt heimildum Vísis átti dómari leiksins, sem ekki hefur mikla reynslu af dómgæslu í efstu deild, í töluverðu basli með að dæma leikinn. Voru fjölmargir dómar sem leikmenn beggja liða klóruðu sér í hausnum yfir. Stjarnan vann 26-24 sigur í fyrstu hrinu sem var æsispennandi en Afturelding svaraði með 25-18 sigri í næstu hrinu. Í þriðju hrinu sauð upp úr. Leikmaður Aftureldingar, Ismar að nafni, fékk aðvörun (rautt spjald) fyrir hávær mótmæli í garð dómarans í stöðunni 14-21 fyrir Stjörnuna. Voru heimamenn ósáttir við að dómari leiksins gaf Stjörnumönnum ítrekað kost á því að gefa upp án þess að Mosfellingar væru búnir að stilla upp. Áðurnefndur Ismar ítrekaði óánægju sína með dómgæsluna skömmu síðar og var sendur í sturtu (gult og rautt spjald). Heimamenn voru afar ósáttir og sauð á þeim.Úr leiknum í kvöld.Mynd/AðsendÞegar Stjörnuna vantaði eitt stig til að tryggja sér sigur gerðist annað umdeilt atvik. Stillt var upp í skell fyrir Ivo Bartkevics sem sló boltann beint í dómarann. Fékk Bartkevics aðvörun (rautt spjald) fyrir athæfið. Í leikhléi milli hrinanna tók steininn úr. Áðurnefndur Bartkevics sló þá dómarann af miklu afli með hnefanum í bringuna. Dómarinn hneig til jarðar og missti andann í skamma stund. Hann jafnaði sig þó og vísaði Bartkevics af velli sem brást afar illa við. Þrátt fyrir uppákomuna ákvað dómarinn að leik skildi fram haldið. Svo fór að Stjarnan hafði sigur í fjórðu og síðustu hrinunni 26-24 og þar með 3-1. Stigahæstur í liði Stjörnunnar var Benedikt Baldur Tryggvason með 11 stig og Róbert Karl Hlöðversson með 10 stig. Í liði Aftureldingar voru bræðurnir Hilmar Sigurjónsson og Jóhann Eiríksson með 15 stig hvor.Stjórn Blaksambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviksins.
Íþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira