Umfjöllun, viðtöl og myndir: Leiknir - KR 0-3 Stefán Árni Pálsson skrifar 19. júní 2013 11:39 KR var ekki í neinum vandræðum með Leikni í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu en þeir svarthvítu unnu öruggan, 3-0, sigur á Leiknisvellinum. Það var blíðskapar veður í Breiðholtinu í kvöld þegar KR mætti í heimsókn á Leiknisvöllinn. Jafnræði var á með liðinum til að byrja með og voru heimamenn alls ekki síðri aðilinn á vellinum. Ólafur Hrannar Kristjánsson, fyrirliðið Leiknis, kom boltanum í netið eftir rúmlega hálftíma leik en mark hans dæmt af vegna rangstöðu, tæpt var það. Nokkrum mínútum síðar skoraði Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, fyrsta mark leiksins og en hann fékk boltann rétt fyrir utan vítateig og skrúfaði hann í fjærhornið, stöngin inn. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir bikarmeistarana. Það sást síðan í síðari hálfleiknum hvaða lið væri í úrvalsdeildinni og KR réðum lögum og lofum á vellinum. Kjartan Henry Finnbogason skoraði annað mark KR í leiknum þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum en hann náði fínum skalla á markið eftir stoðsendingu frá Óskari Erni Haukssyni. Fimmtán mínútum síðar gerði Aron Bjarki Jósepsson þriðja mark KR einnig úr skalla og aftur eftir stoðsendingu frá Óskari Erni. Magnaður leikur hjá þeim síðhærða og KR-ingar flugu áfram í 8-liða úrslitin. KR-ingar gerðu það sem þurfti í Breiðholtinu í kvöld og sýndu mikla fagmennsku í sinni nálgun á leiknum. Leiknismenn geta aftur á móti farið stoltir af vellinum en þeir börðust alveg fram í rauðan dauðann. Dregið verður í 8-liða úrslitin á föstudaginn. Kjartan: Sýndum mikla fagmennsku í kvöld„Maður er bara mjög ánægður með þennan sigur, en ég bjóst við Leikni örlítið sterkari í kvöld,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld. „Leiknir er með mjög fínt lið og liðið hefur verið að standa sig mjög vel að undanförnu og eru virkilega fastir fyrir.“ „Við sýndum mikla fagmennsku og gerðum það sem þurfti að gera hér í kvöld.“ „Við erum sérstaklega ánægðir með síðari hálfleikinn og Rúnar [Kristinsson, þjálfari KR] var einmitt mjög ánægðir með liðið seinnihluta leiksins.“ „Ég er allur að koma til en það er að verða komið ár síðan ég spilaði alvöru leik, ég þarf bara mínútur til að finna mitt gamla form.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kjartan hér að ofan. Freyr: KR er með 3 af 5 bestu leikmönnum Pepsi-deildarinnar„Þetta eru nokkuð blendnar tilfinningar,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, eftir leikinn. „Mér fannst við gera margt gott og vorum til fyrirmyndar á mörgum sviðum, fórum eftir skipulagi, sköpuðum okkur færi og það vantaði ekki mikið uppá til að koma boltanum í netið.“ „Ég er samt sem áður mjög svekktur yfir því að liðið er að fá á sig mörk nánast bara úr föstum leikatriðum.“ „Þar er stóri munurinn á liðunum í þessum deildum. Við vorum bara ekki nægilega einbeittir.“ „KR eru einnig með leikmenn eins og Óskar Örn Hauksson, Kjartan Henry Finnbogason og Hannes Halldórsson sem eru 3 af 5 bestu leikmönnum Pepsi-deildarinnar.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Frey með því að ýta hér. Óskar Örn: Þetta var aldrei spurning eftir fyrsta markið„Mér fannst við svona fullrólegir til að byrja með,“ sagði Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld. „Þegar við náðum inn þessu fyrsta marki þá var þetta aldrei spurning. Það er alls ekkert gefins að koma hingað og ná í sigur.“ „Þetta er lið sem hefur ekki tapað leik í sumar, vel fastir fyrir og mikið sjálfstraust í liðinu um þessar mundir. Við þurftum að hafa fyrir þessum sigri.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér . Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
KR var ekki í neinum vandræðum með Leikni í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu en þeir svarthvítu unnu öruggan, 3-0, sigur á Leiknisvellinum. Það var blíðskapar veður í Breiðholtinu í kvöld þegar KR mætti í heimsókn á Leiknisvöllinn. Jafnræði var á með liðinum til að byrja með og voru heimamenn alls ekki síðri aðilinn á vellinum. Ólafur Hrannar Kristjánsson, fyrirliðið Leiknis, kom boltanum í netið eftir rúmlega hálftíma leik en mark hans dæmt af vegna rangstöðu, tæpt var það. Nokkrum mínútum síðar skoraði Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, fyrsta mark leiksins og en hann fékk boltann rétt fyrir utan vítateig og skrúfaði hann í fjærhornið, stöngin inn. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir bikarmeistarana. Það sást síðan í síðari hálfleiknum hvaða lið væri í úrvalsdeildinni og KR réðum lögum og lofum á vellinum. Kjartan Henry Finnbogason skoraði annað mark KR í leiknum þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum en hann náði fínum skalla á markið eftir stoðsendingu frá Óskari Erni Haukssyni. Fimmtán mínútum síðar gerði Aron Bjarki Jósepsson þriðja mark KR einnig úr skalla og aftur eftir stoðsendingu frá Óskari Erni. Magnaður leikur hjá þeim síðhærða og KR-ingar flugu áfram í 8-liða úrslitin. KR-ingar gerðu það sem þurfti í Breiðholtinu í kvöld og sýndu mikla fagmennsku í sinni nálgun á leiknum. Leiknismenn geta aftur á móti farið stoltir af vellinum en þeir börðust alveg fram í rauðan dauðann. Dregið verður í 8-liða úrslitin á föstudaginn. Kjartan: Sýndum mikla fagmennsku í kvöld„Maður er bara mjög ánægður með þennan sigur, en ég bjóst við Leikni örlítið sterkari í kvöld,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld. „Leiknir er með mjög fínt lið og liðið hefur verið að standa sig mjög vel að undanförnu og eru virkilega fastir fyrir.“ „Við sýndum mikla fagmennsku og gerðum það sem þurfti að gera hér í kvöld.“ „Við erum sérstaklega ánægðir með síðari hálfleikinn og Rúnar [Kristinsson, þjálfari KR] var einmitt mjög ánægðir með liðið seinnihluta leiksins.“ „Ég er allur að koma til en það er að verða komið ár síðan ég spilaði alvöru leik, ég þarf bara mínútur til að finna mitt gamla form.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kjartan hér að ofan. Freyr: KR er með 3 af 5 bestu leikmönnum Pepsi-deildarinnar„Þetta eru nokkuð blendnar tilfinningar,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, eftir leikinn. „Mér fannst við gera margt gott og vorum til fyrirmyndar á mörgum sviðum, fórum eftir skipulagi, sköpuðum okkur færi og það vantaði ekki mikið uppá til að koma boltanum í netið.“ „Ég er samt sem áður mjög svekktur yfir því að liðið er að fá á sig mörk nánast bara úr föstum leikatriðum.“ „Þar er stóri munurinn á liðunum í þessum deildum. Við vorum bara ekki nægilega einbeittir.“ „KR eru einnig með leikmenn eins og Óskar Örn Hauksson, Kjartan Henry Finnbogason og Hannes Halldórsson sem eru 3 af 5 bestu leikmönnum Pepsi-deildarinnar.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Frey með því að ýta hér. Óskar Örn: Þetta var aldrei spurning eftir fyrsta markið„Mér fannst við svona fullrólegir til að byrja með,“ sagði Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld. „Þegar við náðum inn þessu fyrsta marki þá var þetta aldrei spurning. Það er alls ekkert gefins að koma hingað og ná í sigur.“ „Þetta er lið sem hefur ekki tapað leik í sumar, vel fastir fyrir og mikið sjálfstraust í liðinu um þessar mundir. Við þurftum að hafa fyrir þessum sigri.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér .
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira