Fótbolti

Bale er ekki svo mikils virði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Cesc Fabregas telur það glapræði ef nokkurt félag er viljugt að greiða 100 milljónir evra fyrir Gareth Bale, leikmann Tottenham.

„Það væri kjánalegt. Ég skil ekki að nokkurt félag sé viljugt að eyða svo miklum pening,“ sagði Fabregas við spænska fjölmiðla.

„Hann er frábær leikmaður en við verðum að bíða og sjá hvort að Real Madrid geti keypt hann og hvort hann muni standa sig vel þar,“ bætti hann við en Bale hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid undanfarnar vikur og mánuði.

Sjálfur hefur Fabregas verið orðaður við Manchester United. „Það hefur enginn talað við mig. Ég vil ná árangri í Barcelona. Það var draumur minn að spila hér og því vil ég vera hjá Barcelona eins lengi og ég get.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×