Íslenski boltinn

Kristján tekur við Keflavík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Stefán
Kristján Guðmundsson tekur við þjálfun Keflavíkur í Pepsi-deild karla en Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar félagsins, staðfesti það við Vísi í dag.

Zoran Daníel Ljubicic var rekinn nú í morgun og Þorsteinn sagði að það hafi verið afar erfið ákvörðun.

„Það var svakalega erfitt. Hann er mikill vinur okkar og þetta var ömurlegt. En þetta snýst um stig sem okkur bráðvantar. Við töldum að það þurfti að gera breytingu,“ sagði Þorsteinn við Vísi. „Zoran er mikill heiðursmaður og stígur þanng frá borði.“

Félagið er nú þegar búið að finna eftirmann Zorans en Kristján þekkir vel til í Keflavík eftir að hafa þjálfað þar frá 2005 til 2009 en eftir það þjálfaði hann HB í Færeyjum og Val.

„Við sömdum við hann til lok tímabilsins. Hann þekkir til í Keflavík og okkur fannst nærtækast að hann myndi taka við og reyna að snúa við gengi liðsins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×