Vélinni, sem er af gerðinni Cessna, hvolfdi við lendinguna og skemmdist töluvert en ekki er vitað hvað olli biluninni.
„Ég er leiðastur yfir því að flugvélin hafi farið svona illa, eins og þetta var glæsilega góð flugvél,“ sagði Ómar við Vísi í gær, en hann segist ekki hafa haft tíma til þess að verða skelkaður þegar mótor flugvélarinnar drap á sér og fór ekki í gang aftur.
