Innlent

Stal 12 pökkum af sígarettum

Mynd úr safni
Hæstiréttur staðfesti í dag átta mánaða fangelsisdóm yfir karlmanni sem ákærður var fyrir að hafa í september í fyrra stolið 12 pökkum af sígarettum að verðmæti tæplega 48 þúsund krónum.

Maðurinn játaði að hafa kastað steini í lúgu á söluskála á Suðurnesjum og stolið þaðan sígarettupökkunum. Ástæðan fyrir svona þungum dómi er sú að hann á langan sakaferil að baki og rauf reynslulausn með broti sínu.

 Samkvæmt sakavottorði hans hefur honum fimmtán sinnum frá árinu 1999 verið gerð refsing fyrir brot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×