Innlent

Dómur staðfestur yfir svikara

Mennirnir voru sagðir meðlimir í Fáfni og að brotin hefðu verið prófraun áður en klúbburinn gekk í Hells Angels.
Mennirnir voru sagðir meðlimir í Fáfni og að brotin hefðu verið prófraun áður en klúbburinn gekk í Hells Angels.
Hæstiréttur Íslands staðfesti þriggja ára fangelsisdóm yfir Jens Tryggva Jenssyni, fyrir stórfelld fjársvik, skjalafals og hylmingu í íbúðalánssjóðssvikamálinu.

Hann, ásamt fjórum öðrum karlmönnum, voru dæmdir fyrir að svíkja með flóknum hætti um fimmtíu milljónir króna úr sjóðnum.

Mennirnir voru meðlimir Fáfnis þegar brotin áttu sér stað en þau voru talin síðasta prófraun mótorhjólaklúbbsins áður en hann gekk formlega inn í Vítisengla.

Mennirnir voru einnig dæmdir fyrir skjalafals, fjárdrátt, hylmingu, peningaþvætti, eignaspjöll og fíkniefnalagabrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×