Innlent

Öfugsnúin götumerking

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Ný götumerking á Grenimel um þriggja kílómetra hámarkshraða
Ný götumerking á Grenimel um þriggja kílómetra hámarkshraða Mynd/Hildigunnur Helgadóttir
Ný merking á hraðatakmörkunum er á Grenimelnum í Vesturbæ Reykjavíkur. Eftir merkingunni á myndinni að dæma má eingöngu keyra á þriggja kílómetra hraða í götunni.

Það má þó gera ráð fyrir að um misskilning sé að ræða hjá starfsmönnum samgöngusviðs Reykjavíkurborgar en í gær kom einnig upp misskilningur á Hofsvallagötunni í Vesturbænum þegar starfsmenn borgarinnar hreinsuðu umdeilda málningu af götu.  

Uppfært 13:50.

Rétt í þessu birtist stöðuuppfærsla á facebook-síðu Reykjavíkurborgar þar sem málinu er snúið upp í létt grín. Borgarbúar geta beðið spenntir eftir því að sjá hvaða sprell morgundagurinn ber í skauti sér. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×