Innlent

Milljónabætur til landeiganda

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Nýr reiðvegur í Eyjafirði á að auka öryggi allra vegafarenda.
Nýr reiðvegur í Eyjafirði á að auka öryggi allra vegafarenda.
Matsnefnd eignarnámsbóta hefur úrskurðað að eigandi jarðarinnar Munkaþverár í Eyjafirði fái 5,5 milljónir króna í bætur vegna 4,4 kílómetra langs reiðvegar um landið.

Hestamannafélagið Funi tók landið eignarnámi í kjölfar þess að Vegagerðin taldi fyrri reiðveg meðfram þjóðveginum ekki tryggja öryggi vegfarenda nógu vel. Meðal annars er tekið tillit til sjónarmiða jarðeigandans sem taldi land milli Eyjafjarðarár og reiðvegarins mundu ónýtast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×