Íslenski boltinn

KA valtaði yfir Völsung

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bjarni Jóhannson, þjálfari KA.
Bjarni Jóhannson, þjálfari KA.
KA-menn völtuðu yfir Völsung frá Húsavík, 6-0, í 1. deild karla í kvöld en leikurinn fór fram á Húsavíkurvelli.

Gestirnir réðu ferðinni allan leikinn og áttu Húsvíkingar aldrei möguleika í leiknum. Hallgrímur Mar Steingrímsson gerði tvö mörk fyrir KA í leiknum en hann er uppalinn Húsvíkingur. Carsten Faarbech Pedersen gerði einnig tvö mörk fyrir KA í leiknum.

KA menn eru sem stendur í sjöunda sæti 1. deildar karla með 29 stig en aðeins sjö stigum frá efsta sæti deildarinnar.

Völsungur er sem fyrr í langneðsta sæti deildarinnar með aðeins tvö stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×