Cardiff og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Staðan í hálfleik var 2-1 fyrir Manchester United en Bo-Kyung King jafnaði metin í uppbótartíma.
Wayne Rooney kom Manchester United yfir á 15. mínútu, skömmu eftir að hann fékk að líta gula spjaldið þar sem leikmenn Cardiff töldu að rauði liturinn hefði átt að vera á spjaldinu.
Frazier Campbell jafnaði metin á 33. mínútu eftir laglega sendingu Jordon Mutch en rétt fyrir hálfleik skallaði Patrice Evra hornspyrnu Rooney í netið.
Allt benti til þess að mark Evra myndi lyfta United upp í fjórða sæti deildarinnar en Cardiff gafst ekki upp og Kim skallaði boltann í netið á 91. mínútu.
Manchester United fékk tvö góð færi eftir mark Kim en tókst ekki að nýta þau og því skiptust liðin á jafnan hlut.
Manchester United er í sjötta sæti deildarinnar með 21 stig, sjö stigum frá toppliði Arsenal. Cardiff er enn í 15. sæti en liðið er með 13 stig líkt og Stoke en lakari markatölu.
Jafntefli í Cardiff | Kim jafnaði í lokin

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti







Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka
Enski boltinn
