Innlent

Sextán hæða turn kallar á nýjan vita

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Núverandi turn við Höfðatorg skyggir á siglingamerki á Stýrimannaskólanum og nýr turn mun ekki bæta úr skák.
Núverandi turn við Höfðatorg skyggir á siglingamerki á Stýrimannaskólanum og nýr turn mun ekki bæta úr skák. Fréttablaðið/Pjetur
Áform um að reisa sextán hæða byggingu við Höfðatorg virðast munu verða til þess að sjófarendur hætti að styðjast við innsiglingamerki á gamla Stýrimannaskólanum.

Nýi turninn er á deiliskipulagi frá 2007. Þegar er risinn nítján hæða turn á Höfðatorgi. Eftir ábendingu Faxaflóahafna árið 2009 var sjókortum breytt vegna þess að sá turn skyggði á vitann í Stýrimannaskólanum.

„Ef nú stendur til ný turnbygging á svipuðum stað er hætt við því að enn muni þrengja að innsiglingarmerkjum Gömlu hafnarinnar,“ segir í bréfi Faxaflóahafna til umhverfis- og skipulagssviðs sem boðaði hagsmunaaðila til samráðsfundar um málið.

Í minnisblaði af samráðsfundinum er haft eftir fulltrúa Faxaflóahafna að „til lengri framtíðar væri eina lausnin að byggja vita niður við ströndina“. Jafnframt kom fram að mögulegt sé að hafa vita á þaki hússins við Guðrúnartún 8.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×