Allt íslenskt nema gúmmískórnir 15. júní 2013 21:00 Kaupmaðurinn er ný verslun með íslenska hönnun á Ísafirði. mynd/kaupmaðurinn Glæný verslun með íslenska hönnun var opnuð á Ísafirði síðastliðinn laugardag á horni Austurvegs og Hafnarstrætis. Búðin hefur fengið nafnið Kaupmaðurinn og segir Gísli Jón Hjaltason verslunarstjóri slíka búð hafa vantað á Vestfirði. „Okkur langaði til að bjóða upp á íslenska hönnun hér á Ísafirði. Það er gróska í íslenskri hönnun og við sáum að við yrðum ekki í vandræðum með að fylla búðina af vörum. Ferðamannastraumurinn hingað á Vestfirði er líka alltaf að aukast,“ segir Gísli. „Sara Jónsdóttir hannaði verslunina og skapaði fallega umgjörð um vörurnar, meðal annars vegg sem hún hannaði með örnefnum að vestan og Fánasmiðjan á Ísafirði prentaði.“ Meðal merkja til sölu í búðinni eru Vík Prjónsdóttir, Farmers Market, As we grow og Aurum svo eitthvað sé nefnt og teygir vöruúrvalið sig yfir fatnað, skart, heimilisvörur og fylgihluti. „Það er allt íslenskt í búðinni, nema gúmmískórnir,“ segir Gísli. „Þeir eru samt svo rótgrónir í íslenskri menningu að við vildum hafa þá með.“ Hægt er að fylgjast með Kaupmanninum á Facebook.Meðal merkja til sölu í búðinni eru Vík Prjónsdóttir, Farmers Market, As we grow og Aurum..Sara Jónsdóttir hannaði útlit verslunarinnar. Fánasmiðjan á Ísafirði prentaði vestfirsk örnefni á vegg.. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Glæný verslun með íslenska hönnun var opnuð á Ísafirði síðastliðinn laugardag á horni Austurvegs og Hafnarstrætis. Búðin hefur fengið nafnið Kaupmaðurinn og segir Gísli Jón Hjaltason verslunarstjóri slíka búð hafa vantað á Vestfirði. „Okkur langaði til að bjóða upp á íslenska hönnun hér á Ísafirði. Það er gróska í íslenskri hönnun og við sáum að við yrðum ekki í vandræðum með að fylla búðina af vörum. Ferðamannastraumurinn hingað á Vestfirði er líka alltaf að aukast,“ segir Gísli. „Sara Jónsdóttir hannaði verslunina og skapaði fallega umgjörð um vörurnar, meðal annars vegg sem hún hannaði með örnefnum að vestan og Fánasmiðjan á Ísafirði prentaði.“ Meðal merkja til sölu í búðinni eru Vík Prjónsdóttir, Farmers Market, As we grow og Aurum svo eitthvað sé nefnt og teygir vöruúrvalið sig yfir fatnað, skart, heimilisvörur og fylgihluti. „Það er allt íslenskt í búðinni, nema gúmmískórnir,“ segir Gísli. „Þeir eru samt svo rótgrónir í íslenskri menningu að við vildum hafa þá með.“ Hægt er að fylgjast með Kaupmanninum á Facebook.Meðal merkja til sölu í búðinni eru Vík Prjónsdóttir, Farmers Market, As we grow og Aurum..Sara Jónsdóttir hannaði útlit verslunarinnar. Fánasmiðjan á Ísafirði prentaði vestfirsk örnefni á vegg..
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira