Íslenski boltinn

Má bjóða þér miða á leik KR og ÍA?

Mynd/Daníel
Fylgjendum Íþróttadeildar Fréttablaðsins og Vísis á Facebook gefst kostur á að vinna sér inn miða á viðureign KR og ÍA í 8. umferð Pepsi-deildar karla á sunnudaginn.

Til þess að komast í pottinn þarf aðeins að líka við nýstofnaða Fésbókarsíðu íþróttadeildarinnar. Það má gera hér.

Dregið verður úr fylgjendum íþróttadeildar fyrir hádegi á sunnudag og þeim tilkynnt með skilaboðum á Facebook.

KR-ingar sitja í toppsæti deildarinnar en Skagamenn ætla sér vafalítið sigur enda aðeins unnið einu sinni í deildinni í sumar.

Á Fésbókarsíðu íþróttadeildar eru, auk almenns fréttaflutnings af íþróttum, birtar gamlar myndir úr íslensku íþróttalífi en mynd dagsins er af Ólafi Stefánssyni, sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×