Fjölmargir mótmæltu á Austurvelli Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. júní 2013 15:55 Margmenni mætti á Austurvöll klukkan tvö í dag. MYND/VÍSIR Fjöldi fólks kom saman á tónleikum á Austurvelli klukkan tvö í dag til að mótmæla niðurrifi Nasa og byggingu hótels á Landssímareitnum. Veðrið er með besta móti og góð stemning í bænum. Baráttutónleikarnir voru á vegum BIN-hópsins svokallaða, en meðal þeirra sem fram komu voru Raggi Bjarna, Högni Egilsson,Ragga Gísla Páll Óskar og Daníel Ágúst Yfir 17.000 manns hafa skrifað undir mótmæli á síðunni ekkihotel.is og yfir 200 tónlistarmenn og hljómsveitir hafa beðist vægðar fyrir hönd Nasa. Hér eru 10 ástæður mótmælanna sem birtust á Facebooksíðu viðburðarins.1. Nasa salurinn verður rifinn sem er mikill skaði, en hann hefur þjónað borgarbúum frá 1944.2. Nýbyggingum í öðrum stíl verður troðið á milli, og alveg upp að, timburhúsunum við suðurhlið Ingólfstorgs. 3. Illa verður farið með Landsímahús Guðjóns Samúelssonar sem nú á að hækka með kvistum í öðrum stíl. 4. Byggt verður á opna svæðinu milli Austurvallar og Fógetagarðs. Þannig verður fallegri opnum milli garðanna lokað og þrengt að Alþingi og öryggi þess. 5. Aukið skuggavarp á Austurvöll.6.Fógetagarðurinn, þessi gamli kirkjugarður Reykvíkinga verður hótelinngangur.7. Stígurinn milli Ingólfstorgs og Fógetagarðs verður afhentur hóteleigandanum endurgjaldslaust. Sanngjarnt?8. Í samkeppni um þennan reit var lofað tillögum um endurhönnun Ingólfstorgs til hagsbóta fyrir borgarbúa. Efndir eru engar.9. Umferðamálin eru óleyst: Að þessu risahóteli verður ekki hægt að koma bíl nema eftir einbreiðu Kirkjustræti fram hjá Dómkirkjunni og Alþingi. Og því fylgir ekki eitt einasta bílastæði.10. Allir þessir gallar sýna að ekki er staðinn vörður um hagsmuni almennings í þessari deiliskipulagstillögu. Við krefjumst þess að það verði gert.Saga Garðarsdóttir var kynnir.Ragga Gísla og Högni Egils voru meðal þeirra sem tróðu upp.Við Austurvöll í dag. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Fjöldi fólks kom saman á tónleikum á Austurvelli klukkan tvö í dag til að mótmæla niðurrifi Nasa og byggingu hótels á Landssímareitnum. Veðrið er með besta móti og góð stemning í bænum. Baráttutónleikarnir voru á vegum BIN-hópsins svokallaða, en meðal þeirra sem fram komu voru Raggi Bjarna, Högni Egilsson,Ragga Gísla Páll Óskar og Daníel Ágúst Yfir 17.000 manns hafa skrifað undir mótmæli á síðunni ekkihotel.is og yfir 200 tónlistarmenn og hljómsveitir hafa beðist vægðar fyrir hönd Nasa. Hér eru 10 ástæður mótmælanna sem birtust á Facebooksíðu viðburðarins.1. Nasa salurinn verður rifinn sem er mikill skaði, en hann hefur þjónað borgarbúum frá 1944.2. Nýbyggingum í öðrum stíl verður troðið á milli, og alveg upp að, timburhúsunum við suðurhlið Ingólfstorgs. 3. Illa verður farið með Landsímahús Guðjóns Samúelssonar sem nú á að hækka með kvistum í öðrum stíl. 4. Byggt verður á opna svæðinu milli Austurvallar og Fógetagarðs. Þannig verður fallegri opnum milli garðanna lokað og þrengt að Alþingi og öryggi þess. 5. Aukið skuggavarp á Austurvöll.6.Fógetagarðurinn, þessi gamli kirkjugarður Reykvíkinga verður hótelinngangur.7. Stígurinn milli Ingólfstorgs og Fógetagarðs verður afhentur hóteleigandanum endurgjaldslaust. Sanngjarnt?8. Í samkeppni um þennan reit var lofað tillögum um endurhönnun Ingólfstorgs til hagsbóta fyrir borgarbúa. Efndir eru engar.9. Umferðamálin eru óleyst: Að þessu risahóteli verður ekki hægt að koma bíl nema eftir einbreiðu Kirkjustræti fram hjá Dómkirkjunni og Alþingi. Og því fylgir ekki eitt einasta bílastæði.10. Allir þessir gallar sýna að ekki er staðinn vörður um hagsmuni almennings í þessari deiliskipulagstillögu. Við krefjumst þess að það verði gert.Saga Garðarsdóttir var kynnir.Ragga Gísla og Högni Egils voru meðal þeirra sem tróðu upp.Við Austurvöll í dag.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira