Fjölmargir mótmæltu á Austurvelli Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. júní 2013 15:55 Margmenni mætti á Austurvöll klukkan tvö í dag. MYND/VÍSIR Fjöldi fólks kom saman á tónleikum á Austurvelli klukkan tvö í dag til að mótmæla niðurrifi Nasa og byggingu hótels á Landssímareitnum. Veðrið er með besta móti og góð stemning í bænum. Baráttutónleikarnir voru á vegum BIN-hópsins svokallaða, en meðal þeirra sem fram komu voru Raggi Bjarna, Högni Egilsson,Ragga Gísla Páll Óskar og Daníel Ágúst Yfir 17.000 manns hafa skrifað undir mótmæli á síðunni ekkihotel.is og yfir 200 tónlistarmenn og hljómsveitir hafa beðist vægðar fyrir hönd Nasa. Hér eru 10 ástæður mótmælanna sem birtust á Facebooksíðu viðburðarins.1. Nasa salurinn verður rifinn sem er mikill skaði, en hann hefur þjónað borgarbúum frá 1944.2. Nýbyggingum í öðrum stíl verður troðið á milli, og alveg upp að, timburhúsunum við suðurhlið Ingólfstorgs. 3. Illa verður farið með Landsímahús Guðjóns Samúelssonar sem nú á að hækka með kvistum í öðrum stíl. 4. Byggt verður á opna svæðinu milli Austurvallar og Fógetagarðs. Þannig verður fallegri opnum milli garðanna lokað og þrengt að Alþingi og öryggi þess. 5. Aukið skuggavarp á Austurvöll.6.Fógetagarðurinn, þessi gamli kirkjugarður Reykvíkinga verður hótelinngangur.7. Stígurinn milli Ingólfstorgs og Fógetagarðs verður afhentur hóteleigandanum endurgjaldslaust. Sanngjarnt?8. Í samkeppni um þennan reit var lofað tillögum um endurhönnun Ingólfstorgs til hagsbóta fyrir borgarbúa. Efndir eru engar.9. Umferðamálin eru óleyst: Að þessu risahóteli verður ekki hægt að koma bíl nema eftir einbreiðu Kirkjustræti fram hjá Dómkirkjunni og Alþingi. Og því fylgir ekki eitt einasta bílastæði.10. Allir þessir gallar sýna að ekki er staðinn vörður um hagsmuni almennings í þessari deiliskipulagstillögu. Við krefjumst þess að það verði gert.Saga Garðarsdóttir var kynnir.Ragga Gísla og Högni Egils voru meðal þeirra sem tróðu upp.Við Austurvöll í dag. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Fjöldi fólks kom saman á tónleikum á Austurvelli klukkan tvö í dag til að mótmæla niðurrifi Nasa og byggingu hótels á Landssímareitnum. Veðrið er með besta móti og góð stemning í bænum. Baráttutónleikarnir voru á vegum BIN-hópsins svokallaða, en meðal þeirra sem fram komu voru Raggi Bjarna, Högni Egilsson,Ragga Gísla Páll Óskar og Daníel Ágúst Yfir 17.000 manns hafa skrifað undir mótmæli á síðunni ekkihotel.is og yfir 200 tónlistarmenn og hljómsveitir hafa beðist vægðar fyrir hönd Nasa. Hér eru 10 ástæður mótmælanna sem birtust á Facebooksíðu viðburðarins.1. Nasa salurinn verður rifinn sem er mikill skaði, en hann hefur þjónað borgarbúum frá 1944.2. Nýbyggingum í öðrum stíl verður troðið á milli, og alveg upp að, timburhúsunum við suðurhlið Ingólfstorgs. 3. Illa verður farið með Landsímahús Guðjóns Samúelssonar sem nú á að hækka með kvistum í öðrum stíl. 4. Byggt verður á opna svæðinu milli Austurvallar og Fógetagarðs. Þannig verður fallegri opnum milli garðanna lokað og þrengt að Alþingi og öryggi þess. 5. Aukið skuggavarp á Austurvöll.6.Fógetagarðurinn, þessi gamli kirkjugarður Reykvíkinga verður hótelinngangur.7. Stígurinn milli Ingólfstorgs og Fógetagarðs verður afhentur hóteleigandanum endurgjaldslaust. Sanngjarnt?8. Í samkeppni um þennan reit var lofað tillögum um endurhönnun Ingólfstorgs til hagsbóta fyrir borgarbúa. Efndir eru engar.9. Umferðamálin eru óleyst: Að þessu risahóteli verður ekki hægt að koma bíl nema eftir einbreiðu Kirkjustræti fram hjá Dómkirkjunni og Alþingi. Og því fylgir ekki eitt einasta bílastæði.10. Allir þessir gallar sýna að ekki er staðinn vörður um hagsmuni almennings í þessari deiliskipulagstillögu. Við krefjumst þess að það verði gert.Saga Garðarsdóttir var kynnir.Ragga Gísla og Högni Egils voru meðal þeirra sem tróðu upp.Við Austurvöll í dag.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira