Fjölmargir mótmæltu á Austurvelli Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. júní 2013 15:55 Margmenni mætti á Austurvöll klukkan tvö í dag. MYND/VÍSIR Fjöldi fólks kom saman á tónleikum á Austurvelli klukkan tvö í dag til að mótmæla niðurrifi Nasa og byggingu hótels á Landssímareitnum. Veðrið er með besta móti og góð stemning í bænum. Baráttutónleikarnir voru á vegum BIN-hópsins svokallaða, en meðal þeirra sem fram komu voru Raggi Bjarna, Högni Egilsson,Ragga Gísla Páll Óskar og Daníel Ágúst Yfir 17.000 manns hafa skrifað undir mótmæli á síðunni ekkihotel.is og yfir 200 tónlistarmenn og hljómsveitir hafa beðist vægðar fyrir hönd Nasa. Hér eru 10 ástæður mótmælanna sem birtust á Facebooksíðu viðburðarins.1. Nasa salurinn verður rifinn sem er mikill skaði, en hann hefur þjónað borgarbúum frá 1944.2. Nýbyggingum í öðrum stíl verður troðið á milli, og alveg upp að, timburhúsunum við suðurhlið Ingólfstorgs. 3. Illa verður farið með Landsímahús Guðjóns Samúelssonar sem nú á að hækka með kvistum í öðrum stíl. 4. Byggt verður á opna svæðinu milli Austurvallar og Fógetagarðs. Þannig verður fallegri opnum milli garðanna lokað og þrengt að Alþingi og öryggi þess. 5. Aukið skuggavarp á Austurvöll.6.Fógetagarðurinn, þessi gamli kirkjugarður Reykvíkinga verður hótelinngangur.7. Stígurinn milli Ingólfstorgs og Fógetagarðs verður afhentur hóteleigandanum endurgjaldslaust. Sanngjarnt?8. Í samkeppni um þennan reit var lofað tillögum um endurhönnun Ingólfstorgs til hagsbóta fyrir borgarbúa. Efndir eru engar.9. Umferðamálin eru óleyst: Að þessu risahóteli verður ekki hægt að koma bíl nema eftir einbreiðu Kirkjustræti fram hjá Dómkirkjunni og Alþingi. Og því fylgir ekki eitt einasta bílastæði.10. Allir þessir gallar sýna að ekki er staðinn vörður um hagsmuni almennings í þessari deiliskipulagstillögu. Við krefjumst þess að það verði gert.Saga Garðarsdóttir var kynnir.Ragga Gísla og Högni Egils voru meðal þeirra sem tróðu upp.Við Austurvöll í dag. Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Fjöldi fólks kom saman á tónleikum á Austurvelli klukkan tvö í dag til að mótmæla niðurrifi Nasa og byggingu hótels á Landssímareitnum. Veðrið er með besta móti og góð stemning í bænum. Baráttutónleikarnir voru á vegum BIN-hópsins svokallaða, en meðal þeirra sem fram komu voru Raggi Bjarna, Högni Egilsson,Ragga Gísla Páll Óskar og Daníel Ágúst Yfir 17.000 manns hafa skrifað undir mótmæli á síðunni ekkihotel.is og yfir 200 tónlistarmenn og hljómsveitir hafa beðist vægðar fyrir hönd Nasa. Hér eru 10 ástæður mótmælanna sem birtust á Facebooksíðu viðburðarins.1. Nasa salurinn verður rifinn sem er mikill skaði, en hann hefur þjónað borgarbúum frá 1944.2. Nýbyggingum í öðrum stíl verður troðið á milli, og alveg upp að, timburhúsunum við suðurhlið Ingólfstorgs. 3. Illa verður farið með Landsímahús Guðjóns Samúelssonar sem nú á að hækka með kvistum í öðrum stíl. 4. Byggt verður á opna svæðinu milli Austurvallar og Fógetagarðs. Þannig verður fallegri opnum milli garðanna lokað og þrengt að Alþingi og öryggi þess. 5. Aukið skuggavarp á Austurvöll.6.Fógetagarðurinn, þessi gamli kirkjugarður Reykvíkinga verður hótelinngangur.7. Stígurinn milli Ingólfstorgs og Fógetagarðs verður afhentur hóteleigandanum endurgjaldslaust. Sanngjarnt?8. Í samkeppni um þennan reit var lofað tillögum um endurhönnun Ingólfstorgs til hagsbóta fyrir borgarbúa. Efndir eru engar.9. Umferðamálin eru óleyst: Að þessu risahóteli verður ekki hægt að koma bíl nema eftir einbreiðu Kirkjustræti fram hjá Dómkirkjunni og Alþingi. Og því fylgir ekki eitt einasta bílastæði.10. Allir þessir gallar sýna að ekki er staðinn vörður um hagsmuni almennings í þessari deiliskipulagstillögu. Við krefjumst þess að það verði gert.Saga Garðarsdóttir var kynnir.Ragga Gísla og Högni Egils voru meðal þeirra sem tróðu upp.Við Austurvöll í dag.
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira