Íslenski boltinn

Hafþór Ægir á bekknum hjá ÍA | Fékk félagaskipti í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Knattspyrnumaðurinn Hafþór Ægir Vilhjálmsson er á varamannabekk ÍA fyrir leikinn gegn Fylkismönnum í kvöld.

Skagamenn mæta Fylkismönnum í kvöld en liðin verma bæði fallsætin í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Algjör sex stiga leikur og gæti Hafþór reynst mikill liðsstyrkur fyrir Skagamenn út tímabilið.

Leikmaðurinn fékk leikheimild fyrr í dag og er strax orðin löglegur en Hafþór Ægir er uppalinn Skagamaður.

Leikmaðurinn hefur verið á mála hjá Grindavík í sumar en er nú kominn á heimaslóðir.

Hafþór hefur leikið með Val, Þrótti, ÍA og Grindavík á ferlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×