Íslenski boltinn

Magnús Gylfa: Hann fór með takkana beint í legginn á honum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Magnús Gylfason
Magnús Gylfason Mynd / Daníel
„Mér fannst þetta vera púra rautt spjald. Hann var bara of seinn í tæklingu. Stökk í hann með takkana beint í leggina á honum. Ég veit ekki hvað er hættulegt ef þetta er ekki hættulegt,“ sagði Magnús Gylfason þjáflari Vals í leikslok.

Valsmenn gerður 0-0 jafntefli við Víking Ólafsvík í 11. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram að Hlíðarenda.

Umræðuefnið var tækling Farid Zato á Hauki Páli Sigurðssyni í síðari hálfleik. Haukur Páll fór meiddur af velli og Zato var áminntur. Vildu Valsmenn fá rautt á leikmann gestaliðsins en fengu ekki.

Framlína Valsmanna var arfaslök í leiknum og Magnús segir liðið í framherjaleit. Ekki síst í ljósi þess að ekki tókst að skora mark í sumar. En hefur Valur lagt fram tilboð í Steven Lennon, framherja Fram?

„Nei, við höfum ekki sent inn formlegt tilboð. En hann er framlínuleikmaður á Íslandi. Hann kemur til greina eins og aðrir.“

Magnús sagði sýna menn hafa orðið undir í baráttunni gegn sprækum gestum sem hann hrósaði. Hann þarf nú að glíma við vænan hausverk í ljósi meiðsla Hauks Páls og Rúnars Más Sigurjónssonar sem fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks.

„Rúnar Már fór aftan í læri sem er yfirleitt alvarlegt. Ég vona fyrir allra hönd að Haukur sé ekki brotinn. Hann fékk takkana í legginn og mér sýndist hann ekki vera brotinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×